Saga - 1990, Blaðsíða 161
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
159
um það sem þau telja vera andóf gegn framtaksemi allt frá Píningsdómi árið
1490, en Lúter fæddist árið 1483. Að Kristjáni konungi VI föllnum árið 1746
tekur við tími upplýsingarstefnunnar. GJTh fjalla um þessi þrjú tímabil
kirkjukenninga í Danmörku eins og það sé allt tími lútersks rétttrúnaðar.
Undir hvaða áhrifum skyldu þeir hafa verið sem stóðu að Stofnununum í
Reykjavík um miðja 18. öld? Skyldu þær hafa verið lagðar niður vegna þess
að hugmyndir Lúters höfðu náð sterkari tökum á mönnum? Hvernig verður
það vitað? Hitt er vitað að stórfé tapaðist á Stofnununum, ekki sízt á þil-
skipaútgerðinni,12 og sömuleiðis töpuðu þeir Ólafur Stefánsson amtmaður
og Thodal stiftamtmaður stórfé á þilskipsútgerð sinni. Á að skilja það sem
hollustu við rétttrúnað Lúters, sem raunar var úr gildi fallinn í Danmörku,
að menn vildu ekki halda áfram slíkum taprekstri? Hlaut ekki íslenzkur
ráðamaður að gera sig hlægilegan, ef hann að fenginni þessari reynslu byði
fram fé í slíka útgerð eða mælti með slíkum útgerðarháttum við stjórnvöld
árið 1785? Hvar stóðu danir sjálfir á 17du og 18du öld í þessum efnum? Trú-
arkenningar á íslandi voru fengnar frá yfirstjórn kirkjunnar í Danmörku.
Varð ekki nokkur nýsköpun í atvinnurekstri dana á hinum viðurkennda
tíma lútersks rétttrúnaðar á 17du öld og fyrsta þriðjungi 18du aldar fyrir
framtak einstaklinga?
Framtíðarsýn Páls Vtdalíns
Ég er ekki sagnfræðingur, en fór að kynna mér forsendur þær sem Gísli hafði
fyrir ályktunum sínum um afstöðu heldri manna til atvinnuhátta af áhuga á
vinnubrögðum við þjóðfélagsgreiningu. Mér þótti merkilegt þegar ég kann-
aði ýmsar heimildir Gísla að ég las iðulega úr þeim allt annað en hann. Sagn-
fræði hans varð vissulega spennandi, en á annan hátt en sagnfræði hefur
þótt spennandi.
Nokkuð líkt þessu varð uppi á teningnum þegar ég fór að kynna mér
heimildir GJTh, að þar lesa þau annað en ég. Lítum fyrst á hvernig þau vísa
til skoðunar minnar í Sögu 1988:13
Hann virðist líta svo á, að ekkert í löggjöf landsins, atvinnuháttum
eða hugarfari manna hafi hamlað gegn þróun sjávarútvegs, heldur
hafi einungis skort efnahagslegar forsendur, svo sem peninga og
markað.
Ályktun mín á tilvitnuðum stað var takmarkaðri, nefnilega, að ekki hafi
/,komið fram sannfærandi dæmi um, að höfðingjar hafi snúizt gegn þjóð-
þrifamálum af ótta við röskun á valdastöðu sinni."14
GJTh nefna dæmi þar sem afstaða lútersks rétttrúnaðar til framtakssemi
komi fram og segja, að um það hafi virzt ríkja
allgott samkomulag með „betri bændum" landsins, hvort sem þeir
12 Þorkell Jóhannesson: Sava íslendinoa 6, 502.
13 GJTh, 144.
14 Björn S. Stefánsson: „Forsendur," 149.