Saga - 1990, Side 162
160
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
höfðu aðgang að sjávarjörð eða ekki, að komið skyldi í veg fyrir að
einstaka menn gætu með svokallaðri gróðafíkn spillt „hagsmunum
heildarinnar". Þannig var snúist gegn „þjóðþrifamálum" af ótta við
breytingar í samfélaginu.15
Athugum nokkur dæmi nánar.
1 greininni í Sögu nefndi ég rökstudda tillögu Páls Vídalíns um stofnun
kaupstaðar sem dæmi um áhuga betri bænda á nýsköpun. Þegar þau líta
nánar á viðreisnartillögur Páls, komast þau að svofelldri niðurstöðu:16
Þær skorður, sem hann vildi setja þessari þéttbýlismyndun, sýna aft-
ur á móti glöggt, hve fráleitt væri að líta á tillögu hans sem hugmynd
að meiri háttar breytingum á atvinnu- og samfélagsháttum.
Þessi niðurstaða er m.a. rökstudd þannig:
Páll gerði aðeins ráð fyrir, að stofnað yrði eitt kauptún í landinu og
þaðan gerð út fimm þilskip í upphafi. í þessu litla kauptúni skyldi
safnað saman pörupiltum og öðrum fátæklingum, sem erfitt ættu
með að sjá sjálfum sér farborða til sveita. Markmið Páls var því ekki
síst að létta af bændum fátækraframfærslu, styrkja þannig stétt sína
efnahagslega og vinna jafnframt bug á eymd utangarðsmanna.
í greininni í Sögu 1988 vísaði ég til hugsjónar Páls, sem hann setti fram á lat-
ínu, samkvæmt traustri ábendingu, en án frekari athugunar, enda er ég slak-
ur latínumaður. Hvað sá ég þá þegar ég las um tillögur Páls á þeim síðum
sem GJTh vísa til í nýlegri íslenzkri útgáfu?17 Ég verð að verja nokkru rúmi til
samanburðar:
Eftir tillögum höfundar skyldi fyrsta verkefni amtmannsins vera að
vinna bug á eymd almúgans með bættum búskaparháttum og rétta
við alla heimilisstjórnun. Besta ráðið til þess hugði hann vera að
stofna dálítið kauptún. Þangað skyldi safnað pörupiltum á aldrinum
12-21 árs og þar ættu þeir að læra hinar nauðsynlegustu handiðnir,
einkum þó þær er þjónuðu meðferð ullar- og skinnavöru, en til að
kenna þeim yrði að fá erlenda meistara. { kaupstaðnum þyrftu að
vera minnst fimm fiskiskútur (húkkortur) og svo margir Norðmenn
sem þörf krefði til að kenna síldveiði og síldarverkun. Hvorttveggja
yrði að stunda allt árið, eftir því sem tíðarfar leyfði. Þessir menn
skyldu búsettir í kaupstaðnum allt árið . . . Manna ætti skúturnar að
nokkru leyti heilsuhraustum lausamönnum en að nokkru kvæntum
fátæklingum, sem aðeins ættu eitt barn undir 12 ára aldri. Þá væri
hægt að venja unglingana við sjómennsku, svo að þeir þegar fram í
sækti gætu sótt afkomu sína í sjóinn á samskonar veiðiskipum.18
Til hvers taldi Páll að þetta mætti leiða í atvinnuháttum?
Þá hyggur höfundur, að fiskimennirnir gætu eignast hús sín og
15 GJTh, 142.
16 GJTh, 145.
17 Um vidreisn Islands, 72-84.
18 Viðreisn, 72-3.