Saga - 1990, Page 164
162
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
harðindunum hafi verið meira í landbúnaðarhéruðunum en þurrabúðunum
við sjávarsíðuna."
Harðindi á þessum öldum voru af ýmsum ástæðum. Móðuharðindin bitn-
uðu mest á gróðri vegna gjóskufalls og kulda sem fylgir gjósku í háloftum.
Lítum á hvað Guðmundur segir um þessi ár, fyrst almennt:22
íslenskur landbúnaður beið mikið afhroð á árunum 1783-1785. Fisk-
veiðar landsmanna áttu hins vegar sæmilegu gengi að fagna á þess-
um árum, a.m.k. í verstöðvunum á Suðvestur- og Vesturlandi.
Um hungrið á þessum árum segir hann:
Hungrið var því fólki hættast sem hafði ótryggustu afkomuna,
þ.e.a.s. ómögum og flökkurum, en þeim sem höfðu vinnu og ráku
bú var minni hætta búin.23
Hverjir dóu helzt úr hor?:
Dánartíðni úr hor er greinilega stéttbundin. Hungrið tók háan toll í
lægstu þrepum þjóðfélagsstigans, en fáir úr hópi bænda og vinnu-
fólks urðu því að bráð.24
Þessar þrjár athugasemdir Guðmundar má í stuttu máli orða svo, „að
ástandið hafi verið betra í sveitunum, þegar harðnaði á dalnum," eins og
GJTh túlka álit Ólafs Stefánssonar.
Almannaregla við sjósókn
1 framhaldi af umfjöllun um lúterskan rétttrúnað og þröngar skorður sem
GJTh halda fram að hann hafi sett gróðaviðleitni nefna þau ákvæði Pínings-
dóms sem hafði lagagildi og kveðinn var upp árið 1490.25 Ákvæðið var það að
búðseta var bönnuð þeim sem ekki áttu búfé og eignir til þriggja hundraða.
Ákvæðið takmarkaði því ekki rétt þeirra sem sátu sjávarjarðir og studdust
við sjávarfang til að ráða fólk til sjósóknar og fiskverkunar. í þessu skilyrði
kemur fram það sama og í ákvæðum um vistarband frá 19du öld, að ekki var
amazt við því að fólk í sæmilegum efnum settist án vistráðningar að við sjó-
inn og í þéttbýli, þar sem lítil hætta var á að slíkt fólk yrði öðrum til byrði.26
Ekki hefur slík varúð neitt með andúð á gróðaviðleitni að gera, þvert á móti
er með þessum ákvæðum þeim einum treyst sem hafa efnazt af gróðavið-
leitni eða á annan hátt, en þéttbýlinu tryggt traustasta fólkið.
GJTh nefna dóm sem kveðinn var upp árið 1581 á Grund í Eyrarsveit á
Snæfellsnesi til stuðnings þeirri ályktun að nýjungar hafi verið bannaðar í
þeim anda lútersks rétttrúnaðar að allir skyldu sitja áfram við sama borð.27
(Þarna er fljótt brugðizt við boðskapnum, ef tímabil lútersks rétttrúnaðar
22 Guðmundur Hálfdanarson: „Mannfall í Móðuharðindum," 145.
23 GH, 149.
24 GH, 150.
25 GJTh, 142.
26 Björn S. Stefánsson: „Ráðningarskilmálar í lok 19. aldar."
27 GJTh, 144.