Saga - 1990, Page 165
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
163
hefst um 1580). Þar segja þau ástæður dómsins vera í fimm liðum. Réttara
sagt eru þar raktar í fimm liðum ástæður þeirra sem fluttu málið og vildu
leggja af lóðir, en í dómnum segir ekki að hvaða leyti þær ástæður hafi ráðið
niðurstöðu dómsins eða skoðun sýslumanns, sem einnig er skráð. Fyrsta
ástæðan var að eyrsveitungar höfðu skrifað höfuðsmanni, sem kvað upp
dóminn, að þeim hefði ekki gagnazt að róa á Hjallasandi vegna þeirra
manna, sem þar væru með lóðalagningu. Þeir geta þess að tekið hafi fyrir
göngu fisks á Eyrarsveitarmið eftir að lóðaveiðar byrjuðu í Rifi.28
GJTh nefna annað dæmi til stuðnings ofangreindri ályktun.29 Það er dóm-
ur alþingis árið 1609 sem bannar að beita fjörumaðki „af þeirri einföldu
ástæðu, 'að þeir voru fleiri sem hvorki vildu né gætu beituna haft/"
Frásögn Lúðvíks Kristjánssonar af málinu tengir ormabannið við lóða-
bannið:30
Þegar hér er fyrsta sinn deilt um beitunotkun, svo vitað sé, er það
vegna fjörumaðksins. Sú deila reis milli Breiðfirðinga og Snæfellinga
í byrjun 17. aldar. En svo er að sjá sem eyjaskeggjar hafi mest beitt
maðki og landsmenn verið óánægðir með það, sökum þess að þeir
gátu ekki náð í maðk eða vildu ekki beita honum. Vegna þessa
ágreinings var bannað með dómi Alþingis 1609 að beita fjörumaðki,
þar sem þeir voru fleiri, sem ekki áttu kost á að afla hans. Ókunnugt
er hvert hald hefur verið í þessum dómi og eins hve lengi hann hefur
verið í gildi. Að framkvæmd hans er aldrei vikið í varðveittum heim-
ildum og ekki virðist aftur getið um fjörumaðk sem beitu fyrr en um
1700.
I Jarðabókinni er maðkur talinn nýttur til beitu á eftirtöldum
stöðum: Eyrarsveit, Höskuldsey, Hvallátrum, Láganúpsverstöð og
Hænuvik. Ótrúlegt er, að það hafi ekki víðar verið gert í byrjun 18.
aldar. . . .
Ekki fer á milli mála, að fjörumaðkurinn hefur ásamt kræklingi átt
mikinn þátt í velgengni útgerðar í Eyrarsveit um og eftir aldamótin
1700. Leiguliðar, hjáleigubændur og þurrabúðarmenn þar eiga þá 56
skip og báta, sem er meira en getið er um annars staðar. Lóðin var þá
aðalveiðarfærið, en gagnsemi hennar er komin undir því að góð og
nægileg beita fáist.
Eftir eina öld hefur þá farið þannig um þær takmarkanir á athafnasemi við
sjósókn, sem voru í anda lútersks rétttrúnaðar að dómi GJTh og eyrsveitung-
ar komu við sögu. Lóðin, sem eyrsveitungar fengu bannaða 1581, er orðin
undirstaða velgengni þeirra, en hún nýtist ekki nema beitt sé fjörumaðki,
sem snæfellingar fengu alþingi til að banna árið 1609. Hafði lúterskur rétt-
húnaður látið undan síga í lok 17du aldar í Eyrarsveit og annars staðar á
n*fellsnesi og meðal ráðandi manna á alþingi og í embættum sem létu við-
28 Alþingisbækur íslands I, 432-3.
29 GJTh, 143-4.
80 Lúðvík Kristjánsson: íslenskir sjávarhættir IV, 81.