Saga - 1990, Page 166
164
ANDMÆLl OG ATHUGASEMDIR
gangast slíka gróðaviðleitni sem hefur raskað jafnvægi og skotið eyrsveit-
ungum fram fyrir aðra?
Andúð á lóðum hélzt lengi. Lúðvík Kristjánsson getur um lóðatakmarkan-
ir í fiskveiðisamþykktum fram um síðustu aldamót.31 Það er einfalt að eigna
þær andúð á gróðaviðleitni. Lúðvík getur um ýmsar aðrar ástæður. í ver-
stððvum, þar sem verið er að nýta sameiginlega auðlind, hefur það lengi ver-
ið og er vitaskuld enn talin nauðsyn að halda uppi almannareglu. Ófriðarefn-
ið og þær ástæður sem menn bera fyrir sig þurfa yfirvöld sem bera ábyrgð á
almannareglu ekki að láta sig varða, heldur beita sér að því sem stillir til
friðar. Jafnvægi og regla við nýtingu sameiginlegrar auðlindar er ekki skil-
yrðislaust andstæð gróðaviðleitni og framtaki einstaklings, heldur getur iðu-
lega talizt nauðsyn til þess að framtak fái að njóta sín.
Það virðist GJTh ríkt í huga, að ekki geti farið saman góður félagsandi og
framtak einstaklings, sbr. niðurlagskafla þeirra um Baldvin Einarsson og
Ármann á alþingi. í grein minni í Sögu 1988 tel ég að það kunni að hafa ráðið
andstöðu við notkun markóngla á Vestfjörðum að hún hafi spillt félagsanda
meðal skipsverja á sama hátt og kaupauki í fiskvinnslu öldum síðar þótti
spilla starfsanda.32 Þau GJTh minnast ekki á slíkan skilning, þótt þau fjalli
um markönglamálið með vísun til mín.33
Niðurlagsorð
Enn ein fullyrðing GJTh um áhrif lútersks rétttrúnaðar á atvinnurekstur:
„Jafnvægi meðal „betri bænda" alls staðar á landinu var tryggt með banni við
vetursetu útlendinga og útgerð þeirra héðan."34 Þetta var fyrst gert með Pín-
ingsdómi árið 1490. Enn, árið 1990, er útlendingum bönnuð útgerð héðan.
Það er vitaskuld gert til að einoka nýtingu fiskstofnanna í þágu landsmanna.
A þeim tímum þegar íslendingar höfðu ekki með höndum útflutning afurða
sinna, hefði það veikt stöðu þeirra enn frekar en það gerir nú að leyfa útlend-
ingum útgerð héðan. Eru slík hyggindi ekki nægileg skýring? Mér sýnist lút-
erskur rétttrúnaður geti varla komið þar við sögu, hvorki þegar Lúter var sex
ára að aldri né nú þegar hér hefur verið lútersk þjóðkirkja í 450 ár.
Eftir kynni mín af riti Gísla Gunnarssonar og málflutningi GJTh, sem og
riti Magnúsar Guðmundssonar um sögu ullar og ullariðnaðar,35 þar sem
mönnum er eignuð andstaða við nýsköpun atvinnuhátta af grundvallar-
ástæðum þrátt fyrir gagnstæða viðleitni og athafnir, hef ég spurt mig hvaða
31 Lúðvík Kristjánsson: III, 430.
32 BSt: „Forsendur," 135-6.
33 Mér þykir einnig sennileg sú ábending Halldórs Kristjánssonar í ritdómi um Sögu
1989 („Nýtt hefti Sögu"), að með notkun marköngla hafi orðið hagsmunatogstreita
með vinnumanninum og bóndanum sem átti hlut hans, það er að segja það sem
ekki fékkst á markönglana.
34 GJTh, 142.
35 BSt: „Ritfregn."