Saga - 1990, Síða 176
174
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
manna hennar til umbóta á sjávarútvegi landsmanna. En mikilvægur liður í
þeirri viðleitni var að ráða íslenska menn til starfa á skipum verslunarinnar
meðan þau stunduðu fiskveiðar við landið á sumrin og einkum á skúturnar
sem höfðu bækistöð í Hafnarfirði, til þess að þeir lærðu vinnubrögð á þil-
skipum. Ennfremur var um það rætt að kenna landsmönnum siglingar,
verslunarstörf o.fl. nytsamlegt. Minna varð hins vegar úr flestu af þessu en
ætlað hafði verið, nema helst að því er tók til fiskveiðanna, þótt erfiðara
reyndist t.d. en búist hafði verið við að fá hér menn á skipin. Meðal ástæðna
fyrir því hve árangur varð lítill á heildina litið nefni ég að vísu andstöðu
ýmissa fyrirmanna við það að íslendingar réðust í þjónustu verslunarinnar
og get þess jafnframt að sífellt hafi verið kvartað yfir vinnufólksskorti í land-
inu. En ég tilgreini líka aðrar og veigameiri ástæður, svo sem feiknalegt harð-
æri, frumstæðar aðstæður í landinu á öllum sviðum og síðast en ekki síst þá
staðreynd, að starfsemi konungsverslunarinnar stóð allt of stutt til þess að
nokkur varanlegur árangur gæti orðið af viðleitni hennar í þá átt að innleiða
bætt vinnubrögð í sjávarútvegi, hvað þá nýjar atvinnugreinar í landinu.
Pó að fyrrnefndar niðurstöður þeirra Gísla og Haralds séu vissulega
athyglisverðar má að sjálfsögðu ekki alhæfa þær, eins og Gísli Ágúst virðist
hafa tilhneigingu til að gera, heldur verður einnig að taka tillit til allra ann-
arra atriða sem máli skipta á því tímabili er hér um ræðir. Varðandi það að ég
taki ekki næga afstöðu til rita þessara ágætu fræðimanna skal bent á, að í for-
mála bókar minnar segi ég að nokkuð hafi dregist að hún kæmist á prent eftir
að handritið var loks tilbúið. En ég hafði gengið frá því að fullu áður en fyrr-
nefnd rit komu út. Með því að þau röskuðu síður en svo nokkru í niðurstöð-
um mínum hafði ég ekki, úr því sem komið var, neinar ástæður til að gera
aðrar breytingar hjá mér en bæta þeim inn í heimildaskrá mína og vísa til
þeirra á viðeigandi stöðum í neðanmálsathugasemdum. Ennfremur var eðli-
legt að ég setti rit Gísla Gunnarssonar einnig inn í áðurnefnda greinargerð
mína með öðrum þeim verslunarsögulegu ritum og ritgerðum sem ég hafði
þegar tilgreint þar. Harald Gustafsson fjallar á hinn bóginn aðallega um
stjórnarhætti og embættismenn á íslandi á 18. öld, þótt verslunin komi þar
að vísu lika við sögu.
Pað er furðumikil meinloka hjá Gísla Ágústi, að í inngangskafla rits míns
hefði átt að gera rækilega grein fyrir skipan stjórnsýslu á íslandi og í Dan-
mörku, eða eins og hann segir nánar um Danmörku. „Þar sem í ritinu er eðli-
lega oft vísað til afgreiðslu mála í ýmsum stjórnarstofnunum í Danmörku
hefði verið nauðsynlegt að gera rækilega grein fyrir uppbyggingu stjórnkerf-
is konungs og því hvaða breytingar urðu á verksviði ýmissa stjórnarskrif-
stofa og embættismanna á tímabilinu." Með því að þetta stjórnkerfi var afar
margbrotið og flókið er hér um að ræða miklu meiri og víðtækari greinargerð
en nokkur þörf gat verið fyrir í riti mínu. I því koma ekki heldur aðrar stjórn-
ardeildir teljandi við sögu en rentukammerið, generaltollkammerið og yfit'
skattstjórnin. Er þeirra allra getið í greinargerðinni um verkið og nánar vikið
að hlutverkum þeirra annars staðar eftir því sem við á. Af dönskum stjórnar-
deildum fjallaði rentukammerið langmest og lengst um íslensk málefni, svo
að þess er t.d. talsvert getið í kennslubókum í íslandssögu. Sama er að sjálf-