Saga - 1990, Síða 177
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
175
sögðu enn frekar að segja um stjórnsýslu hér á landi, þannig að ástæðulaust
var að ég eyddi tíma og rúmi í greinargerð um þetta. Um þessi mál má auk
þess fræðast nánar í heimildarritum sem til er vísað og í venjulegum upp-
sláttarritum.
Það er óneitanlega heldur mótsagnakennt hjá Gísla Ágústi að ætlast til
miklu meiri og nákvæmari umfjöllunar um danska stjórnkerfið en nokkur
ástæða er til í þessu verslunarsöguriti en tala svo á hinn bóginn um allt of
ýtarlegar og oft smásmugulegar greinargerðir þar um hvaðeina er varði
verslunina og þar með að ekki sé gerður nægilegur greinarmunur á aðalatrið-
um og aukaatriðum. Þá heldur hann því fram að heimildirnar ráði of miklu
um uppbyggingu ritsins og ekki séu dregnar af þeim ályktanir, heldur sé les-
endum látið það eftir. Um hið síðarnefnda ætti að nægja að benda á þá stað-
reynd að ályktanir eru unnvörpum dregnar jafnóðum í einstökum köflum og
undirköflum og teknar saman í lok þeirra og svo endanlega í niðurstöðukafl-
anum, Litazt um að leiðarlokum. Að því er hið fyrrnefnda varðar, þá hlýtur
sagnfræðirit um löngu liðna atburði og tíma fyrst og fremst að vera byggt á
þeim heimildum sem höfundi þykja trúverðugastar. Og áhrif slíkra heimilda
á verkið verða að sjálfsögðu þeim mun meiri sem þær eru fleiri og fjölbreytt-
ari, þótt auðvitað sé leitast við að vega þær og meta eftir föngum. Eina leiðin
hl þess að vera óháður heimildunum er hins vegar að skrifa sögulega skáld-
sögu!
Auk inngangskafla ritsins fjallar Gísli Ágúst allýtarlega um fimmta, tíunda
°g þrettánda kafla þess en getur annarra kafla aðeins lauslega. Þessi aðferð
gefur satt að segja takmarkaða og jafnvel ranga mynd af verkinu í heild.
Þannig verður t.d. umfjöllunin um tíunda kaflann, sem heitir Verzlunin íhin-
um ýmsu landshlutum, nokkuð villandi af því að ekki hefur áður verið fjallað
ueitt um næsta kafla á undan, er nefnist Fríhöndlunin í framkvsemd, en sam-
hengi þeirra er mjög náið. 1 níunda kaflanum er nefnilega greint frá helstu
grundvallaratriðunum í framkvæmd hins nýja verslunarfyrirkomulags. Síð-
an er í þeim tíunda vikið nánar að þessari framkvæmd á hverjum verslunar-
stað um sig, enda aðstæður mismunandi eftir stöðum og landshlutum. Ur
miklum og áður ónotuðum heimildum var að moða, sem gerðu fært að varpa
nýju ljósi á sögu þessara staða og verslunar landsins í heild.
Þeim mun nauðsynlegra var að taka þannig sérhvern verslunarstað til
meðferðar að teljast mátti til undantekninga að til væru einhver hvað þá stað-
góð rit um þá, þótt annað mál sé að í seinni tíð hefur verið talsvert að því
unnið að bæta úr í þessu efni. í sambandi við þetta er rétt að minna á að í
Danmörku og jafnvel víðar erlendis er meira og minna til af mikilvægum
heimildum varðandi hina gömlu verslunarstaði landsins. Hins vegar er dýrt
°g erfitt að nálgast þær og því eðlilegt að menn, sem taka að sér að skrifa
sögu einhvers þessara staða, reyni í lengstu lög að láta þær heimildir nægja
sem til eru hér heima.
Gísli Ágúst kvartar yfir of miklum endurtekningum í ritinu, svo sem að
óþarflega oft sé vitnað í almennu bænarskrána úr því að hún sé líka tekin
sérstaklega til meðferðar í þrettánda kafla þess. Reyndar er það svo, að þar er
jallað um bænarskrána í heild, en áður hefur verið vitnað í einstök kæru-