Saga - 1990, Page 181
Ritfregnir
SAGA ÍSLANDS IV. Samin að tilhlutan Pjóðhátíðar-
nefndar 1974. Ritstjóri Sigurður Líndal. Hið íslenska bók-
menntafélag, Sögufélag. Reykjavík 1989. xiv + 319 bls.
Myndir, kort, ritaskrár, nafnaskrá.
t’jóðhátíðarútgáfan af Sögu íslands hóf að koma út árið 1974, fyrsta bindi kom
þá, annað bindi árið eftir, 1975, en þriðja bindi ekki fyrr en árið 1978. Núna
er fjórða bindið komið út með útgáfuárinu 1989 á titilsíðu. Hafa því liðið
ellefu ár á milli binda, útkomu þriðja og fjórða bindis. í raun má segja að tek-
■ð hafi lengri tíma að koma út þessu fjórða bindi því að grunnur þess var
'agður nokkru fyrir 1974. Ég nefni þetta í upphafi umfjöllunar um fjórða
bindið og sögu 14. aldar af því að ég hef grun um að þessi langi aðdragandi
eigi nokkurn þátt í að verkið er ekki eins gott og vonir stóðu til.
Efnisskipan og einkenni
A bókarkápu segir: „Hér er sögð saga 14. aldar sem kölluð er norska öldin."
á bls. 5 í fréttum frá Bókmenntafélaginu í desember 1989, en það gefur
Verkið út, með Sögufélagi, segir: „Ef til vill má segja að þetta bindi og hið
n*sta marki tímamót í sagnaritun að því leyti að sögu 14. og 15. aldar hafa
ekki fyrr verið gerð viðlíka skil. Hefur almenningur því ekki fyrr átt kost á
jafnýtarlegu yfirliti um sögu þessara alda."
Hvernig er svo þetta ætlaða „tímamótaverk" í íslenskri sagnfræði í saman-
urði við eldri rit? Helsta yfirlitsverk um sögu 14. aldar fram til þessa er
s e>izka skattlandið eftir Björn Þorsteinsson en það kom út árið 1956 og í raun
er þar dregin upp heillegri mynd af sögu 14. aldar en í þessu nýja verki.
jörn er líka aðalhöfundur þess en lauk því ekki, gaf verkið frá sér þannig að
uðrún Ása Grímsdóttir var fengin til að ganga frá texta hans árið 1981 og
ætti sjálf við nokkrum köflum í meginhluta verksins og einnig eru þar fáein-
lr kaflar eftir ritstjórann, Sigurð Líndal. Þá eru tveir sjálfstæðir þættir, annar
er ffemst í verkinu og nefnist „Saga Evrópu á síðmiðöldum" og er eftir Inga
'gurðsson. Hinn nefnist „Húsagerð á síðmiðöldum" og er eftir Hörð
gustsson og er aftast í verkinu. Ekki er gerð grein fyrir bókmenntum 14.
ar í þessu bindi, þeim er ætlaður staður í næsta bindi, í sérstökum þætti.
attur Inga Sigurðssonar er eins konar lýsing á evrópsku baksviði. Þetta er
°ggt yfirlit og er í því töluvert mikið af tilvísunum til aðalkafla ritsins. Hætt