Saga - 1990, Page 182
180
RITFREGNIR
er við að lesendur verði ekki duglegir að fletta fram og aftur í verkinu til að
bera saman efni þessa inngangs við meginkafla. Sú ráðstöfun að láta marga
höfunda um að rekja sögu hvers tímabils er ekki mjög vænleg til að segja
samfellda sögu og þættir þeirra Inga og Harðar verða viðskila við meginefn-
ið. Verð ég þó að taka skýrt fram að texti Harðar er mjög góður og framlag
hans merkilegt. Pað breytir því ekki að það tengist aðalkafla lítt eða ekki.
Svona þáttaaðferð hefur verið einkenni á Sögu íslands til þessa og hefur ekki
lánast vel. Æskilegast væri auðvitað að láta einn höfund semja hvert bindi til
að fá samfellu í frásögnina.
Aldir renna saman
Mér finnst vera höfuðgalli á verkinu að lítil tilraun er gerð til að draga fram
sérkenni 14. aldar, hún rennur einhvern veginn saman við 13. og 15. öld. Pó
er henni gefið sérstakt heiti, norska öldin, og þannig aðgreind frá ensku öld-
inni, 15. öld. Á þennan hátt er lesanda gefið undir fótinn með það að mestu
hafi skipt í sögu 14. aldar verslun Norðmanna á íslandi og tengsl íslendinga
við Noreg. 1 efnisskipan er þó ekki lögð áhersla á þetta heldur atvinnuvegi,
almenna hagi og stéttir og daglegt líf, þessu er skipað fremst og fær mest
rými. í kafla sem í formála er eignaður Guðrúnu Ásu segir:
Það sjónarmið er lagt til grundvallar í vali heimilda að atvinnuhættir,
skipting auðæfa, kjör almennings, önn og áhyggja frá degi til dags
séu kjarni sögu hverrar þjóðar en ekki einungis bakgrunnur lífs
þeirra einstaklinga er hæst ber á hverjum tíma. [Bls. 74].
Þetta er vel stílað eins og flest sem kemur ritað frá Guðrúnu Ásu. Annars
staðar er tekið fram að lýsing atvinnuvega og daglegs lífs eigi við tímabilið frá
1264 líka (bls. 62). Sú spurning vaknar hvort áhrif Norðmanna og norskrar
verslunar hafi verið svo sterk að þau hafi mótað daglegt líf manna, þannig að
heitið norska öldin sé eðlilegt, og skal komið nánar að því hér á eftir.
Ég sakna þess að ekki skuli reynt að svara betur hver hafi verið meginein-
kenni 14. aldar og hvað hafi greint hana frá 13. og 15. öld. Þetta hefði mátt
gera með lýsingu í inngangi og samantekt að lokum. Lýsing inngangs er
stutt og gildir fyrir 15. öld líka en ekki er höfð nein samantekt til yfirlits um
öldina í bókarlok. Björn Þorsteinsson gerði ágæta grein fyrir 14. öld í bók
sinni íslenzka skattlandinu á sínum tíma. Þar segir:
Fáum blöðum er um það að fletta að álögur aukast á íslenskri bænda-
alþýðu á 14. öld; sjálfseignarbændur hverfa nær algjörlega úr sög-
unni en í þeirra stað fyllist landið af leiguliðum og kotungum. En þo
ber þess að gæta að hjáleigu- og kotabyggðinni fylgdi rækilegri nýt-
ing landsins og fleira fólk nýtur nokkurs persónufrelsis og lífsham-
ingju en áður. [Bls. 95].
Það var vafalaust skreiðin sem olli mestu um þessar breytingar, eða m.ö.o.
stóraukin sjósókn íslendinga á 13. og 14. öld. Munur ríkra og fátækra varö
nú meiri en fyrr. Þetta kemur að miklu leyti fram í textanum í Sögu Islnnds IV
en er ekki tekið fram sérstaklega eða sett á oddinn.
Eftir að Björn Þorsteinsson hafði samið bók sína, Ensku öldina, beindist