Saga - 1990, Blaðsíða 186
184
RITFREGNIR
við að hafi breytingar á loftslagi og landi haft áhrif á búnað til hins verra,
megi telja að auknar fiskveiðar hafi orðið til hagsbóta og vegið upp á móti.
Þetta finnst mér skynsamlegt en athygli vekur að ekki er drepið á athuganir
á borkjarna úr Grænlandsís og vitnisburð þeirra um loftslagsbreytingar né
heldur er stuðst við merkar rannsóknir Björns Teitssonar og samstarfsmanna
á eyðibýlamyndun. Athuganir þeirra Björns á Norðurlandi benda til að
byggð hafi verið í hámarki í sveitum nyrðra um 1340 og búfé með mesta móti
undir lok aldarinnar.1
1 sama kafla er vikið að sprengigosinu mikla sem varð í Öræfajökli árið
1362. Það „varð kannski fleiri manneskjum að fjörtjóni en nokkurt annað gos
hérlendis", eins og Sigurður Þórarinsson kemst að orði í Sögu íslands I, bls.
72. Þar nefnir hann og gosið sem myndaði Sólheimasand en aðeins í fram-
hjáhlaupi og árfærir til um 1360. Síðar gerði hann rækilega grein fyrir því
með öðrum og sýndi fram á að það hefði sennilega orðið árið 1357. Um 30
bæir lögðust þá í eyði í Mýrdalnum, að sögn Sigurðar og félaga, amk. helm-
ingur þeirra í 1-5 ár.2 Um þennan atburð segir svo í Sögu íslands IV að Gott-
skálksannáll geti um gos í Trölladyngjum árið 1357 „og segir að af því
öskugosi hafi eytt nær alla bæi í Mývatnssveit" (bls. 67). Myndbreytingin
Mýrdalur-Mývatnssveit verður rakin til útgefanda annálsins en er ástæðu-
laus í ljósi nýjustu rannsókna.3 Hér eftir er nauðsynlegt að tengja saman
eldsumbrotin 1357 og 1362 og reyna að meta í heild byggðarröskun þeirra.
Hér ætla ég svo að skjóta inn smáatriði, í kaflanum segir að héraðið Öræfi
hafi hlotið nafn eftir eyðinguna miklu árið 1362 (bls. 67) en mér er spurn
hvort nafnið kunni að vera eldra og í annarri merkingu. Eldri merking er
hafnleysur eins og glögglega má sjá aftar í verkinu þar sem vitnað er í Auð-
unarþátt (bls. 145).
Búnaður og jarðeign
Næst kemur almennt yfirlit um landbúnað og er ekki gert ráð fyrir miklum
breytingum á búfjáreign eða skepnuhaldi á miðöldum. Bent er á að nautpen-
ingur hafi verið hlutfallslega meiri en síðar, borið saman við sauðfé, en hon-
um hafi ekki tekið að fækka fyrr en á 17. öld (bls. 72-3, 79). Þó er auðvitað
freistandi að setja þetta í tengsl við hjáleigubúskap, álykta sem svo að sauðfé
hafi fjölgað með kotabúskap en um leið hafi dregið úr nautgriparækt þegar
vinnufólki fækkaði á stórbýlum. Fullyrt er að naut hafi verið „tiltölulega fleiri
en kindur" á búum Guðmundar ríka Arasonar (bls. 80-81) og er villandi því
að hlutfall á milli sauðkinda og nautgripa var u.þ.b. 5:1. Talið er að fé hafi
1 Sjá Skírni 156 (1982), einkum bls. 202-3.
2 Einar H. Einarsson, Guðrún Larsen, Sigurður Þórarinsson, „The Sólheimar tephra
layer and the Katla emption of 1357". Acta Naturalia Islandica 27 (1980).
3 I annálnum stendur „j Mydalnum" en útgefandi hans leiðréttir I nafnaskrá í
Mývatnssveit og virðist það ástæðulítið og ástæðulaust að taka það upp eftir athug-
anir Sigurðar Þórarinssonar og félaga. Sbr. Islandske Annaler indtil 1578 (1888)., bls.
357, 599.