Saga - 1990, Side 187
RITFREGNIR
185
verið rúið með líku móti og nú (bls. 81), eða möo. klippt, en svo mun ekki
hafa verið, ullin mun hafa verið slitin af með höndunum.4
Ein helsta breyting í landbúnaði á 14. öld er sjálfsagt sú að dró úr korn-
yrkju og er talið að breyttir verslunarhættir og kólnandi loftslag hafi átt þátt
í endalokunum. Þetta er margumfjallað efni á meðal fræðimanna en samt er
aðeins vikið að því stuttlega í umræddu verki. Verður varla að því fundið því
að málið snýst um loftslag og verslun, atriði sem eru rædd annars staðar í
bókinni. Eitthvað er bogið við framsetninguna, segir fyrst að dregið hafi úr
kornyrkju á 14. öld, síðan segir að hún hafi lagst af á seinni hluta aldarinnar
og loks segir: „Heimildir um kornyrkju á 15. og 16. öld eru næsta fáar" (bls.
87-8).
í næsta kafla um jarðeign segir að jarðir hafi þegar um 1100 verið metnar í
hundruðum sex álna aura en því hafi verið hætt á 13. öld, farið að telja
hundruð í álnum en ekki aurum (bls. 89). Þessi fróðleikur er sennilega kom-
inn frá Páli Briem og hefði átt betur heima í fyrri bindum. Dæmin sem Páll
hefur eru um kirkjur sem áttu í jörðum og var kirkjuhlutinn metinn í álnum,
1 kúgildum og líka í hundruðum aura, þriggja og sex álna aura og er eitt
dæmi um hvort.5 Dæmin segja ekkert um það að jarðirnar hafi verið metnar
í hundruðum aura heldur merkir þetta líklega að presti sé í öðru dæminu
áskilinn réttur að þiggja kaup í sex álna stykkjum vaðmáls en sé hins vegar
í hinu dæminu uppálagt að taka við því í þriggja álna bútum eins og þeim
sem tíðkuðust sums staðar á vorþingum. Tvö þriggja álna vaðmálsstykki
hafa ekki þótt eins fýsilegur kostur og eitt sex álna. Þá segir: „Dýrleiki jarðar
virðist að fornu hafa farið eftir almennu söluverði, en kann þó einnig að hafa
farið eftir þeim fjölda búfjár sem jörðin gat borið. . .". Það var skoðun Páls
Briems að markaðsverð (söluverð) hefði ráðið mati jarða í upphafi en fræði-
menn hafa hafnað þeirri skoðun enda er erfitt að ímynda sér hvernig þetta
hefði getað gerst.6 Ég veit ekki hvað ræður því að söluverðshugmyndin skuli
vera tekin upp hér.
I sama kafla um jarðeign er haft eftir Þorkeli Jóhannessyni að einungis
10% íslenskra bænda hafi búið á eigin jörðum um 1550 (bls. 93) en um það
höfum við enga örugga vitneskju, fáum fyrst að vita um stöðu mála við lok
17. aldar. Þremur síðum aftar segir: „Talið er að á 15. öld hafi um 90%
'slenskra bænda verið leiguliðar . . ." (bls. 96). Vitneskja okkar um þetta er
að sjálfsögðu enn minni.
í kaflanum um jarðeign segir enn að landskuld hafi mátt greiða í búfé
(kúm, kálfum, ám og hrossum), fóðrun (heyi), matvælum eins og skreið og
smjöri, og vaðmáli, lýsi og salti (bls. 97). Síðan segir: „Kúgildaleigur voru
goldnar í sömu vöru og landskuld . . (bls. 99). Leigurnar voru þó fyrst og
fremst greiddar í smjöri svo sem sjá má víða, ma. í Jarðabók Árna og Páls. Þetta
4 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing íslands III (1919), bls. 285, 328.
5 Páll Briem, „Hundraðatal á jörðum". Lögfræðingur 4 (1900), bls. 18-20.
6 Sbr. Páll Briem, tilv. rit, bls. 52-4 ; Magnús Már Lárusson í Kulturhistorisk leksikon
VII (1962), d. 86; Björn Teitsson, Eignarhald og ábúð (1973), bls. 70; Björn Þorsteins-
sor>, íslensk miðaldasaga (1978), bls. 33.