Saga - 1990, Page 189
RITFREGNIR
187
þarfindum ef hann það girnist fyrir jafnt verð og aðrir bjóða ella
skulu þeir bændum þjóna ef með þurfa.
Þetta er annað hvort frá tíma Magnúsar lagabætis eða Magnúsar smeks; sá
síðarnefndi er líklegri og sennilega er þetta frá þeim tíma þegar fiskur var
orðinn mikilvæg útflutningsafurð, eða frá árunum 1340-50.11 Þá er að nefna
að nýjar kirkjur voru reistar í námunda við helstu verstöðvar snemma á 14.
öld, á Ingjaldshóli, í Kaldaðarnesi og líklega einnig á Sæbóli og Nesi í Selvogi
og síðar á öldinni í Engey og á Hvalsnesi. Ekki er trúlegt að þetta hafi verið
gert bara til að hýsa fiskimenn sem áttu nokkurra mánaða dvöl í verstöð.
Stofnun nýrra kirkna kostaði meiri röskun en svo, taka varð tekjur frá öðrum
kirkjum og breyta sóknum. Er athyglisvert að í máldaga Ingjaldshóls segir
hvað landeigendur skuli greiða til kirkjunnar og líka leiguliðar en síðan segir
að þeir sem ekki eigi land skuli gjalda kirkjunni tiltekna upphæð.12 Þetta
voru væntanlega búðsetumenn, svona væri varla tekið til orða um vermenn.
Og þótt sums staðar séu nefndir fiskimenn en ekki búðarmenn, segir það lít-
ið því að réttarbót konungs bendir til að heitið búðarmenn hafi ekki verið
fnjög fast eða stéttin skýrt afmörkuð. Sumir búðarmanna voru lausir sam-
kvæmt réttarbótinni, ekki fjölskyldumenn heldur kannski í líkingu við menn
eins og Odd Ófeigsson sem lýst er í Bandamannasögu og átti heima í verbúð
árið um kring. Skreiðarsala í sveitir hefur líklega enn styrkt búðarmenn ekki
síður en lausamenn sem líka eru nefndir í réttarbót konungs. Þá hefur aukin
eftirspurn eftir vinnuafli í sveitum yfir sumartímann verið búðarmönnum til
styrktar. Allt bendir þetta eindregið til að búðarmönnum hafi vaxið fiskur
um hrygg á 14. öld.
Vfirleitt er fylgt þeirri stefnu í verkinu að rekja einungis það sem fræði-
uienn telja sannast og réttast eða líklegast og hefði því verið ástæða til að
rekja hinar nýju kenningar um upphaf hjáleigna og búðsetu með skýrari
hætti og geta um eldri hugmyndir og meta þær.
1 kaflanum „Búlaust fólk" er farið eftir útlistunum Þorkels Jóhannessonar
um verkalaun á miðöldum og orkar þar sumt tvímælis, td. um laun á Hólum
1388 og 1389. Ég tel að túlkun Þorvalds Thoroddsens sé traustari um
þetta.13 í sömu heimild frá Hólum er fundið atvinnuheitið dvergasmiður en
a að vera Dvergasmíði sem er vafalítið uppnefni á vinnukonu sem líklega
hefur verið fögur og fíngerð (eða þveröfugt?). Jafnframt segir að önnur
vinnukona hafi borið atvinnuheitið prestabúra og hafi séð um mat handa
Prestum á staðnum (bls. 109). Rétt er kannski Prestabura og er líklega einnig
uPpnefni.14
11 D/ II, bls. 850.
12 D/ II, bls. 411,
13 Sbr. Helgi Þorláksson, „Arbeidskvinnens, særlig vevereskens, okonomiske still-
lng pá Island i middelalderen". Kvinnans ekonomiskn stallning under nordisk medeltid
(1979), bls. 64-5, sbr. 55.