Saga - 1990, Page 190
188
RITFREGNIR
Iðnaður
Kaflinn um iðnað er mjög mikið í þjóðháttastíl sem merkir að lítið er dvalist
við þróun og breytingar. Á óvart kemur í kafla um ölgerð þegar segir: „Vín
mun hins vegar ekki hafa verið notað nema messuvín . . ." (bls. 123). Vín-
flutningar Þórðar kakala til landsins eru vel kunnir, hann lét flytja „vín
mikið" og hefur varla haft altarisgöngur einar í huga. 1 Flateyjarannál segir við
árið 1389: „Lést ívar krókur af drykkjuskap; meira vín kom til íslands en
menn myndi fyrr".15
Yfir kaflanum um iðnað lifnar heldur betur þegar segir frá járngerð. Er tek-
ið hressilega á forvitnilegum kenningum Þórarins Þórarinssonar frá Eiðum
um járngerðina og er sá kafli eftir Guðrúnu Ásu (bls. 124). Hefði verið æski-
legt að gera meira af slíku, taka td. til athugunar kenningar Mörtu Hoffmann
um mikilvægi vaðmáls og tækninýjungar sem hún telur að hafi komið upp
hér á landi við gerð þess.16 Ekki er heldur getið um skrif mín um vefnað, vef-
konur og laun þeirra en þar er kannski ekki mikils misst.17
Verslun og verðlag
Um vaðmál í verslun er þess annars að geta að hér er haldið lífinu í þeirri
gömlu og skrýtnu kenningu að gæðaefni ensk og flæmsk hafi valdið mestu
um að dregið hafi úr eftirspurn íslensks vaðmáls á 13. öld (bls. 171) og það
hafi hrapað í verði um 1300 og íslendingar þá orðið að leggja aðaláherslu á
fiskútflutning (bls. 134). íslenskt vöruvaðmál hefur varla komist í neinn sam-
jöfnuð að gæðum við ensk klæði og flæmsk, jafnvel hin fábrotnustu, og verið
miklu ódýrara. Ekki er getið um það að sumir telja að vaðmál hafi hækkað í
verði á 13. öld, síðastur Bruce Gelsinger í bók sinni um íslenska miðaldaversl-
un og hefur hlotið undirtektir Hans-Peters Naumanns.ls Gelsinger er sama
sinnis og Marta Hoffmann að íslenskt vaðmál hafi farið til Englands og telur
eins og hún að lengdarmál ofl. sýni þetta. Ég get ekki séð að bækur þeirra
Gelsingers og Hoffmann séu nefndar í ritaskrá.
í kafla Sigurðar Líndals um verðlag er fylgt þeirri gömlu kenningu að er-
lent verð hafi haft bein áhrif á íslenskt, framboð og eftirspurn erlendis og er-
lendar verðsveiflur eiga að hafa ráðið verði á íslandi. Þó er sagt annars staðar
í verkinu að verslun hafi ekki verið umfangsmikil en sjálfsþurft meginein-
kenni á íslenskum búskap sem merkir að íslendingar reyndu að vera sjálfum
sér nógir um hvaðeina (bls. 181). Þetta kemur illa heim og saman, frjálst verð
15 Sturlunga saga II (1946), bls. 84. Islandske Annaler (1888), bls. 415-16. Ókunnuglega
mun sagt frá þegar segir að maltlögur hafi verið „íblandaður sykri" við ölgerð (bls.
123).
16 Sbr. Marta Hoffmann, The Warp-weighted Loom. 2. útg. 1974.
17 Sbr. Helgi Þorláksson, tilv. rit.
18 Bruce Gelsinger, Icelandic Enterprise (1981). Hans-Peter Naumann, „Warenpreise
und Wertverháltnisse im alten Norden". Untersuchungen zu Handel und Verkehrder
vor- und fruhgeschichtlichen Zeit in Mittel- und Nordeuropa. Teil IV (1987), bls. 374-89.