Saga - 1990, Page 197
RITFREGNIR
195
hvað varðar viðfangsefni og efnistök. Jafnframt er viðleitni íslenskra sagn-
fræðinga til að koma rannsóknaniðurstöðum og nýjum túlkunum á framfæri
við skólaæskuna og annan almenning í nýstárlegum og aðgengilegum ritum
þakkar- og lofsverð. Útkoma fyrsta bindis af þremur af íslenskum söguatlasi
rétt fyrir síðastliðin jól hlýtur að teljast merkur áfangi í þeirri viðleitni.
Það er myndarlega af stað farið. Atlasinn er í stóru broti, litprentaður á
myndpappír, 201 texta-, korta- og myndasíða og þar að auki nafna-, mynda-,
korta- og heimildaskrá, 230 blaðsíður alls. Árangurinn er fallegt og eigulegt
verk, upplagt til gjafa á stórafmælum, prýði fyrir hvert einkabókasafn,
ómissandi á almennings- og skólabókasöfnum og - að vonum - þó nokkuð
dýrt.
1 sjálfu sér er það engin nýlunda að kort fylgi með íslenskum sagnfræðirit-
um. Ingi Sigurðsson sagnfræðingur hefur bent mér á að sögukort fylgdi
útgáfu Jóns Sigurðssonar á íslendingasögum 1843. Það er kort af íslandi „á
ofanverðri 10. öld eftir Krists burð og um aldamótin ár 1000". Kort hafa verið
notuð í meira eða minna mæli i íslendingasagnaútgáfum og sagnfræðiritum
síðan. En það er nýlunda að gefa út sagnfræðirit þar sem kort og annað
myndefni skipa jafn veglegan sess og texti.
Nú er atlas í hugum flestra bók með samsafni korta, kortabók, og hefði
þessi bók allt eins mátt heita íslensk sögukortabók. En í íslenskum söguatlasi
eru ekki aðeins sögukort til að hafa til hliðsjónar við lestur sagnfræðirita
heldur er efninu miðlað jöfnum höndum í máli, myndum og kortum og rétt-
ast hefði verið að kalla bókina íslandssaga í kortum, máli og myndum.
Höfundar leitast við að segja samfellda sögu þjóðarinnar með „opnuskiptri
efnisskipan". Textinn á að „draga saman í stutt mál kjarnann í viðfangsefni
opnunnar, hvort sem það er rakning atburða, lýsing á einhverri hlið mann-
lífsins, eða útlistun á samhengi og þróun" - annað efni - „ekki síst kortin" -
-flytja hvað mestar og nákvæmastar upplýsingar", segja höfundarnir í inn-
gangi. Lesandinn á að geta, sér að gagni, gert hvort sem hann vill, litið á
einstaka opnu, tekið fyrir tímabil eða efnissvið á nokkrum opnum eða lesið
bókina í heild. Atlasinn er nýtt uppfletti- og yfirlitsrit sem bætir upp þau sem
fyrir eru en kemur engan veginn í staðinn fyrir þau. Þó að textinn sé alþýð-
legur og aðgengilegur er hann annars eðlis, ekki eins lifandi og augljós og í
Öldunum t.d. og til að fá stuttar og hnitmiðaðar upplýsingar og skilgreiningar
með skjótum hætti kemur hann engan veginn í staðinn fýrir íslandssögu Ein-
ars Laxness (1974 og 1977). Það er t.d. engin atriðaskrá í atlasinum. En atlas-
inn hefur það fram yfir að í fyrsta lagi er fjölbreytt myndefni og í öðru lagi er
leitast við að tengja sögu landsins erlendri sögu.
Myndefnið er fyrir utan kortin ljósmyndir, teikningar og myndrit af marg-
víslegu tagi. Ljósmyndirnar sem eru af sögustöðum, samtíma munum, lista-
verkum, mannamyndum og handritum eru frábærar. Teikningar eru ágætar
1 sjálfu sér en falla ekki að mínum smekk vegna þess að þær stinga nokkuð
i stúf við annað myndefni. Myndritin, þ.e. línu-, skífu- og stöplarit o.fl. eru
vel hönnuð og hafa mikið upplýsingargildi. Sem dæmi má nefna skipurit
sem sýna stjórnlagabreytingar í hvert sinn sem þær eiga sér stað og spara
mikinn og, að öllum líkindum, leiðinlegan lestur. í upphafi er tímatafla sem