Saga


Saga - 1990, Side 199

Saga - 1990, Side 199
RITFREGNIR 197 Hvorki Eggert Ólafsson né Bjarni Pálsson eru í nafnaskrá og það sem unnið er úr manntalinu 1703 og öðrum manntölum á 18. öldinni og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er afar rýrt. Það virðist svo sem þessu bindi hafi verið skorinn heldur þröngur stakkur þegar allt kemur til alls og að höfundar hafi lent í vandræðum þegar á leið og kann eitthvað af þessu efni að skila sér í síðari bindum. Ef til vill mætti fetta fingur út í áherslur höfundanna. Til að mynda er Sturlungaöld gert afar hátt undir höfði með 11 opnum (bls. 82- 105). En ég er ekki í vafa um að Sturlungakortaröðin eigi eftir að gleðja marg- an Sturlungulesandann. Efniviðurinn er fyrst og fremst sóttur í rit íslenskra sagnfræðinga, eldri sem yngri, prentuð og óprentuð, eins og ritaskráin ber með sér. Af óprentuð- um ritum er einkum stuðst við námsritgerðir í sagnfræði við Háskóla íslands. Þó nokkuð mörg kortanna byggja á frumheimildum. Hvað erlent efni varðar er það einkum sótt í almenn yfirlitsverk. Það kemur því ekki á óvart að efnistök endurspegla áherslur sem einkennt hafa sagnfræðirannsóknir við Háskóla íslands undanfarna áratugi. Áhersla á þjóðernishyggju og sjálfstæðisviðleitni hefur orðið að þoka fyrir áherslum á tengsl við útlönd, efnahagslega grunngerð samfélagsins og stéttagreiningu. Víðast þræða höfundar hinn þrönga veg viðurkenndra akademískra túlk- ana og forðast ævintýri eins og ágreining um upphaf landnáms eða uppruna landnámsmanna. Hvergi örlar á Herúlum, enda er Barða Guðmundsson hvergi að finna í heimildaskránni. Nýlegar kenningar Gísla Sigurðssonar (1986) eru heldur ekki nefndar. Því síður eru hugmyndir Benedikts Gísla- sonar frá Hofteigi tíundaðar og þagað er þunnu hljóði yfir kenningum Einars Pálssonar um rætur íslenskrar menningar. En það eru einmitt kenningar af þessu tagi sem margir sagnfræðiáhugamenn, ekki síst leikir, hafa hvað mest gaman af og áhuga á og má spyrja hvort ekki beri að gera þeim skil í yfirlits- verki sem þessu. Það má þó virða ungum sagnfræðingum það til vorkunnar að hætta sér ekki út á svið sem eldri og viðurkenndari sagnfræðingar hafa að mestu leitt hjá sér. Þess ber einnig að gæta að svigrúm er takmarkað til þess að draga fram rök með og á móti í álitamálum og getur þá tekist bagalega til eins og reyndar dæmin sanna. Neðanmáls á bls. 36-7 er náttúrunafnakenningunni lýst og bent á að hún grafi undan heimildargildi Landnámu og er ekkert nema gott eitt um það að segja en það er ekki minnst á álit annarra fræðimanna á náttúrunafnakenn- 'ngunni eða heimildargildi Landnámu og klausan endar á þennan tvíræða hátt: „Framhjá náttúrunafnakenningunni verður ekki litið þegar Landnáma- bók er metin sem frásagnarheimild um upphaf íslandsbyggðar. En land- námssögurnar eru engu að síður hluti af menningararfi þjóðarinnar sem ekki má falla í gleymsku." í sömu neðanmálsgrein er ættartafla Landnámabókar °g stendur undir „Fjórar gerðir Landnámabókar eru varðveittar, merktar grænum lit, af Melabók er slitur." Samkvæmt myndritaskrá er ættartaflan byggð á „Ýmsum heimildum"(!). Ekkert er minnst á að sagnfræðingar eru ekki á eitt sáttir um þessa ættartöflu né heldur rætt á nokkurn hátt hvaða þýðingu ættrakningin hefur. Hins vegar hafa höfundar gert sitt til þess að ^ndnáma falli ekki í gleymsku, því að landnám í hverjum fjórðungi er sýnt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.