Saga - 1990, Page 203
RITFREGNIR
201
vísað til þess í kortaskrá en ekki til höfunda, en í heimildaskrá eru greinarnar
tíundaðar undir nafni höfunda en ritsins sjálfs ekki getið. Ekki hafa öll rit
sem skráð eru í kortaskrá verið skráð í heimildaskrá, t.d. er Atlas of medieval
Europe (bls. 27) ekki í heimildaskrá og í kortaskrá eru Eldholm og Talwani
(bls. 18-19) taldir sem heimild. í heimildaskrá er þá ekki að finna, hins vegar
er tíunduð grein eftir Talwani, Manik og Eldholm, Olav.
Prófarkalestur er með ágætum og prentvillur sem ég rakst á fáar og flestar
saklausar og hirði ég ekki um að tína þær til en vil þó geta þess að neðanmáls
á bls. 130 stendur að Hansaeignir í Boston (!) hafi verið gerðar upptækar
1414. Á bls. 175 er ruglingur á milli texta og skífurits. Samkvæmt texta voru
flestir sýslumenn 1721-90 íslenskir en samkvæmt skífuritinu voru þrír
íslenskir á móti 75 dönskum. Á myndritinu sem sýnir farvegi bókmenntanna
(bls. 189) er að finna orðið „heimadeilur". Pað á væntanlega að vera heims-
ádeilur.
Þetta er orðin nokkuð löng umsögn og ýmislegt hefur verið tínt til sem bet-
ur hefði mátt fara. Allt er það fremur smávægilegt. Aðfinnslur mínar hafa
einkum beinst að þrennu, hnökrum og ósamræmi í kortum og myndefni,
heldur klunnalegum og á köflum slitróttum texta og ófullnægjandi tilvísana-
kerfi. í formála kemur fram að vinna við þetta verk hófst í september 1987.
Það kom út tveimur árum síðar. Pað er ævintýralega skammur tími, líklegast
heimsmet, fyrir jafn viðamikið, flókið og vandasamt verk - of skammur, að
mínum dómi, jafnvel fyrir unga, harðduglega ofurhuga eins og aðstandend-
urnir greinilega eru. Meiri yfirlegur hefðu getað komið í veg fyrir mestallt af
þessum aðfinnslum. Að sjálfsögðu er vinnan dýr en forlag sem leggur út í
jafn metnaðarfullt verk og hér er á ferðinni ætti að sjá sóma sinn í að ætla því
sæmilegan tíma í vinnslu. Það tók Gads forlag í Kaupmannahöfn níu ár að
koma út sögukortabók fyrir Danmörku (Historisk allas Danmark) og var þó
ekki drollað yfir því verki. Hún er 300 blaðsíður í einu bindi í heldur minna
broti en íslenski atlasinn og meginefnið eru kort og önnur myndrit og texti
aðeins til skýringar. Ef staðið hefði verið að íslenskum söguatlasi á sama hátt
hefði hann eflaust orðið mun ódýrari en fyrirsjáanlegt er að þetta verk verði
í heild og e.t.v. hefði slík bók dreifst víðar og nýst betur í skólastarfi og sem
hjálpartæki við sögulestur. Á hitt er að líta að með því að blanda saman texta
og kortum í svo ríkum mæli sem gert er og á svo líflegan hátt sem raun ber
vitni er íslenskur söguatlas líklegri en hrein sögukortabók til að skírskota til og
glæða áhuga skólaæskunnar og almennings á sögu, og hugsanlega líka
landafræði.
Fyrir landfræðing er það gleðiefni að hinni landfræðilegu vídd er gaumur
gefinn á þennan hátt. Sú hugsun hefur þó verið nokkuð ásækin að það hefði
verið til bóta að hafa landfræðing með í ritstjórn þannig að hin landfræðilega
vidd hefði komið meira fram í texta. Hinnar dramatísku baráttu milli lands
°g þjóðar sér ekki mikinn stað og landið verkar hlutlaust og náttúrulaust eins
°g muna- og einkennalaust leiksvið sem leikendur geta valsað um að vild
þangað til kemur að Skaftáreldunum en þá er heldur ekki hægt að komast
undan þeim kröftum sem í landinu búa.