Saga - 1990, Page 206
204
RITFREGNIR
fyrirmenn setjast að sauðakrofum í stofu með höfðingjum sem húsum ráða,
en óæðri lýður stýfir osthleifa úr hnefa út undir vegg. Gestkvæmd á staðnum
eflir völd Oddaverja, þeir ráða reisulegum híbýlum, bera skrautklæði gyrtir
glæstum vopnum; allir sem þiggja beina eða veislu að Oddaverjum bindast
þeim böndum og héraðsmenn láta af hendi hverskyns matvæli í Odda til
þess að höfðingjar geti veitt þeim farargreiða sem um hlaðið eiga leið.
Helgi ræður af klausu úr Oddaverjaþætti í Þorláks sögu helga að um 1200
hafi að líkindum verið þjóðleið um hlað í Odda. Pessa hugmynd sína styður
hann með athugun á náttúrukostum og með fulltingi jarðfræðings gerir hann
ráð fyrir að landslag hafi breyst á þessum slóðum frá því sem var á 12. öld. Á
þeirri tíð telur hann að náttúrukostir hafi valdið mestu um að Oddi var í
þjóðbraut. I annan stað telur hann sennilegt að Oddaverjar hafi örvað menn
til þess að fara um garða í Odda og að geilar fyrir austan bæinn, sem getið er
um í Oddaverjaþætti og Brennu-Njáls sögu, hafi verið ætlaðar til þess að beina
för manna um hlað í Odda sökum þess að hagur höfðingja þar stóð af ferða-
mönnum. Gerir Helgi ráð fyrir því að gestkomur hafi auðveldað höfðingjum
í Odda hverskyns eftirlitsstörf í héraðinu og með því móti eflt völd þeirra.
Geilarnar sem sögurnar nefna telur Helgi óhikað vera traðir eða heimreið
og til þess gerðar að beina för manna heim á hlað í Odda. Ekki dreg ég í efa
að í Odda hafi verið myndarlegar traðir en ég held að þær hljóti að hafa gegnt
sama hlutverki og á öðrum bæjum í sveitum landsins uns gaddavírinn
útrýmdi tröðum og öðrum garðhleðslum. Hlutverk traða var að verja heima-
tún ágangi búpenings og troðningi ferðamanna sem á fyrri tíð munu iðulega
hafa valið sér leiðir eftir því sem best þótti haga; greiðfærast var, vænlegast
um áifanga og beinast á ákvörðunarstað.
Traðir hefi ég ekki séð skilgreindar í fræðibókum en á teikningu eftir Daniel
Bruun í hinu ágæta riti Fortidsminder og Nutidshjem paa Island (Kh. 1928, s. 280)
má sjá traðirnar er lágu heim að kirkjustaðnum Mosfelli í Grímsnesi og við
þær rétt sem fyrrum geymdi reiðskjóta kirkjugesta á messudögum; þykir
mér líklegt að frá upphafi kristnihalds í landinu hafi verið aðhald nærri tröð-
um á kirkjustöðum í öllum landsfjórðungum. í máldaga Gaulverjabæjar í
Flóa sem ársettur er [1220] segir að allir þeir menn sem sambeit eigi uppá völl
skuli hafa „í tröð fé sitt of vetur upp frá Ólafsmessu" (íslenskt fornbréfasafn
II, s. 404) og er helst að skilja orðið tröð sem einhverskonar aðhald eða rétt;
í Jónsbók segir að hrossum bónda sé ætluð traðgjöf til sumars og hlýtur þar að
vera átt við að hrossum sé gefið heima í einhverskonar gerði (Jónsbók, udg.
ved Ólafur Halldórsson, Kh. 1904, s. 139). í 100. kapítula Árna sögu biskups
segir frá því að biskup hafði skipað séra Oddi Svartssyni kirkjuhlut í Hauka-
dal en þeir sem þar sátu fyrir undu ekki skipan biskups og létu reka fé í rétt
og mörkuðu það kirkjubónda, en klerkur „sá það, þar er hann sat á geila-
garðinum" (Árna saga biskups, [útg.] Þorleifur Hauksson, Rvk. 1972, s. 123).
Af samhenginu er einsýnt að presturinn húkir á réttarveggnum og í Brennu-
Njáls sögu má ætla að orðið geilar eigi við rétt: - „Þeir komu um nóttina í
Odda; þeir ráku fénað heim á húsin. Þá hljóp út Hróaldur og Tjörvi og ráku
féið upp í geilarnar . . ." (79. kap.). Komumenn hyggjast ginna heimamenn
út með því að láta þá verða vara við að fé hafi sloppið úr því aðhaldi sem geil-