Saga - 1990, Side 208
206
RITFREGNIR
sýndur er á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1844 og liggur norðanvið
Odda um Ægisíðu, Rauðalæk og Kálfholt. Á Helga er að skilja að þessi Ieið
hafi orðið alfaravegur með vegabótum sem gerðar voru um 1840, eftir það
var Oddi ekki lengur í þjóðbraut „og hafði líklega ekki verið það um nokkurt
árabil" (s. 59).
Þegar á líður er Helgi orðinn sannfærður um að Oddaverjar hafi látið þjóð-
veg Iiggja um hlað í Odda (s. 78). Hann hefir þá komist að því að ferðalög
urðu tíðari á 12. öld með því að kirkjuferðum, verferðum og kaupferðum
fjölgaði eftir því sem kjarr eyddist og leiðir urðu greiðar en að auki hafi
kaupafólk, farandsalar, handverksfólk og umrenningar verið allmikið á ferð-
inni og leiguliðar á ferð og flugi í fardögum (s. 76-7). Gerir Helgi ráð fyrir að
geysilega gestkvæmt hljóti að hafa verið í Odda (s. 93) og leiðir Iíkur að því
að bændur í héraðinu hafi viljað styrkja þjónustu í Odda við þurfandi ferða-
langa (s. 91, 95) og með því móti hafi Oddaverjar komið á osttolli þeim sem
heimild er um í máldaga Odda frá [1270] sem skyldar hvern bónda milli
Þjórsár og Jökulsár á Sólheimasandi að gjalda osthleif í Odda.
Lengstum hafa osttollar í Odda verið tengdir við kirkjustaðinn og kirkj-
unnar þjónustu; það gerir Jón Viðar í sinni bók. Helgi grípur hinsvegar upp
í sína bók erlent hugtak sem hann lætur heita „endurveitingu" og notar til
þess að skýra osttolla í Oddamáldaga og álítur útfrá skýringu sinni á hugtak-
inu, að bændur hafi ekki litið á osttolla sem þeir guldu til Oddaverja sem
gjafir, og því ekki búist við endurgjöfum af Oddaverja hálfu, en ætlast til
endurveitinga í samræmi við kristilegar hugsjónir og félagslegar þarfir (s.
95). Telur Helgi að litið hafi verið svo á að framlög til Odda skyldu ekki síst
renna til þeirra sem voru ferðlúnir eða þurfandi og leituðu ásjár í Odda (s.
95).
Útfrá þessum hugmyndum spinnur Helgi aðrar um að Oddaverjar hafi
haft það markmið „að mynda miðstöð í Odda" (s. 124, 126-7) og nefnir
„ferðaþjónustu" og „þjónustumiðstöð" í Odda (s. 93). Segir Helgi að Odda-
verjum hafi tekist að gera Odda að miðstöð í Rangárþingi sökum þess að
Oddi lá í þjóðbraut. Oddaverjum var því hægt að laða ferðamenn að; þing-
reiðarmenn, vermenn og kaupmenn. Helgi telur að auðugir kaupmenn hafi
gjarnan haft vetursetu í Odda og stundað þar kaupskap (s. 86, 120). Með
þessum ráðum álítur Helgi að Oddaverjar hafi aukið völd sín og tekjur. Auð
sinn létu þeir styrkja félagslega stöðu sína og vörðu fé til þess að gera
umgjörð sína og ímynd sem glæsilegasta í klæðum, vopnum, híbýlum og
veislum (s. 146).
Hugmyndir Helga eru býsna snjallar, en hvarvetna í bók hans kemur fram
að hvergi er vissa; höfundur leikur sér alstaðar að líkum, sennileika og hugs-
anlegum möguleikum; hjálparsögnin „mun" kemur í góðar þarfir. Helgi ger-
ir sér mat úr glæsimynd sem dregin er upp í fornritum af Oddaverjum og
kirkju þeirra og tyllir við hana osthleifum úr Oddamáldaga, erlendum nútíð-
arkenningum um endurveitingu, uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá 1844
og athugunum á nútíðarlandsháttum.
Helgi leikur sér líflega að hugmyndum sem mér er ekki grunlaust um að
kviknað hafi af eldmóði kennara okkar, Björns Þorsteinssonar; oft hafði