Saga - 1990, Page 210
208
RITFREGNIR
Gunnar Karlson og sagnfræðinemar við Háskóla íslands:
SAMBAND VIÐ MIÐALDIR. NÁMSBÓK í ÍSLENSKRI
MIÐALDASÖGU UM 870- 1550 OG SAGNFRÆÐILEG-
UM AÐFERÐUM. Mál og menning. Reykjavík 1989. 266
bls. Myndir og kort. Skrár um myndir, heimildir, nöfn og
atriði.
Á síðasta ári kom út óvenjuleg kennslubók í íslenskri miðaldasögu handa
framhaldsskólum. Prófessor í sögu íslands við Háskóla Íslands gaf nemend-
um sínum kost á að semja námsefni um miðaldir sögu okkar á vormisseri
1984. Það efni sem þannig hafði verið samið var síðan kennt til reynslu í ein-
um menntaskólanna næstu tvo vetur. Á námskeiði á haustmisseri 1986 gaf
Gunnar Karlsson nemendum sínum kost á að bæta við hið fyrra efni. Það
efni sem þá var orðið til var síðan kennt á námskeiði í íslenskri miðaldasögu
í háskólanum. Allt þetta efni tók Gunnar síðan til endurskoðunar í rann-
sóknarleyfi og gaf út til bráðabirgða fjölritað 1988. Ýmsir fræðimenn hafa síð-
an lesið handritið og nokkrir kennarar í framhaldsskólum kennt bráða-
birgðaútgáfuna.
Margt ætti að vinnast með þessari aðferð. Sagnfræðinemar, sem margir
eiga eftir að verða kennarar við framhaldsskóla, fá þjálfun í að semja sögu-
efni til kennslu. Hinn langi og nokkuð margþætti vinnsluferill bókarinnar
ætti að tryggja að hér væri komið gott námsefni sem búið væri að laga að
nemendum í skólum. Sú hefur líka orðið raunin.
Uppbygging, úitlit ogfrágangur. Bókin er í níu köflum og hver þeirra skiptist
í nokkrar greinar. Kaflarnir heita: 1. Hver vill ná sambandi við miðaldir? 2.
Landnám fslands 3. Heiðið þjóðfélag 4. Kristni 5. Þjóðin 6. Sturlungaöld 7. í
veldi Noregskonungs 8. Enska öldin 9. Siðaskipti. Fæst kemur hér á óvart.
En þegar litið er á heiti greina í köflum sjáum við að efnistök eru önnur en við
höfum átt að venjast. í öðrum kafla heitir fyrsta grein Landnámabók um
landnám, önnur íslendingabók um landnám, sú þriðja Fornminjar um land-
nám og fjórða „Landnám fyrir landnám". Heiti þessara greina vísa til aðferð-
ar: Nemendur eiga að skoða hvað nokkrar heimildir segja okkur um land-
nám og hvaða líkur séu á því að landnám á íslandi sé eldra en ritheimildir
segja. í köflum má finna greinar sem við höfum ekki átt að venjast í slíkum
bókum eins og Þrælahald, Fornar dyggðir, Tímabilaskipting, Þjóðlíf í jar-
teiknum og Mannamunur. Hér er flest sem máli skiptir. Lesandinn rekur þó
strax augun í að engin grein er um hreppana sem gjarnan hefði mátt vera í
öðrum hvorum kaflanum um heiðna þjóðfélagið eða þjóðina. Hverri grein
fylgja ýmis verkefni.
Myndefni er ríkulegt í bókinni. Það er ljósmyndir, teikningar og kort.
Einnig eru þar skýringarmyndir. Góð tengsl eru milli lesefnis og myndefnis
og eykur það gildi textans. Mér finnst þó að ýmis kort, sem eru í tilraunaút-
gáfunni frá 1988, hefðu mátt fylgja hinni prentuðu gerð. Nefna má að kortið
af landnámi Helga magra í tilraunaútgáfunni á bls. 15 er mun skýrara en ljós-
mynd af korti af landnámssvæðinu í hinni prentuðu gerð á bls. 21. Ekkert
kort er af víkingaferðum í hinni prentuðu gerð en hins vegar gagnlegt kort í