Saga - 1990, Síða 212
210
RITFREGNIR
vorþingsstaðirnir ekki nefndir né sýndir á korti, eins og áður var getið. Vor-
þingin voru þó mikilvæg í stjórnskipuninni eins og sjá má af Grágás. Ekki er
nefnt að vorþing hafi jafnframt verið skuldaþing og leiðarþinga ekki getið.
Pó að ýmsir sagnfræðinemendur, sem tilgreindir eru fyrir aftan titilsíðu
bókarinnar, eigi þátt í samningu hennar á eldri stigum, þá ber textinn höf-
undareinkenni Gunnars Karlssonar. Eins og jafnan áður hjá Gunnari er text-
inn ljós og á lipru máli og auðskilinn Iæsum ungmennum. Eitt aðalmarkmið
með texta er að kynna nemendum aðferðir fræðigreinarinnar sagnfræði, láta
þá skoða hvernig saga eins og þeir kynnast henni í kennslubók verður til og
þeir fái vitneskju um það hvernig fræðimenn komast að niðurstöðum. Hér er
haldið inn á nýtt svið í námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla. Grunnurinn er
heimildirnar sem fræðigreinin hvílir á og skoðanir fræðimanna. Af þessu
leiðir að textinn hefur margar tilvitnanir. Oft getur verið hentugt að sækja
drjúgt í frumheimildir og eftirheimildir og birta. En val þarf að vanda og
sjónarmið þurfa að vera glögg þegar valið er: Eykur tilvitnun gildi nemenda-
textans eða er endursögn heimildar heppilegri? Sýnir tilvitnun viðhorf
höfundar eða viðkomandi tíma? Hefur hún að geyma mikilsverða vitneskju
um stjórnmál, atvinnulíf, lífsbaráttu o.s.frv.? Getur tilvitnun sýnt lesanda
hvernig sagan verður til? Víða tekst þetta ágætlega. í greinunum um
landnám, sem framar var minnst á, eru langar tilvitnanir úr Landnámu og
nokkrar styttri úr íslendingabók og ein úr ritgerð fræðimanns um efnið. Pegar
greint er frá siglingu íslendinga til Grænlands og Vínlands, eru birtar langar
klausur úr Eiríks sögu og Grænlendinga sögu, raunar til að sýna nemendum
ólíkar frásagnir tveggja heimilda af landnámi á Vínlandi. Þessi siglinga- og
landnámsgrein er gott dæmi um það að heppilegt er að láta góðar heimildir
tala. Annað dæmi mætti nefna þar sem prýðilega tekst að byggja grein utan
um vel valdar tilvitnanir. Þetta er greinin Morðsaga frá Skálholti á bls. 221-
26. Þar verða örlög Jóns Gerrekssonar æsileg og síðan er rakið hvernig
höfundar á síðari öldum hafa farið höndum um Jón og verður einkar fróðlegt
lesendum.
Eftirtektarvert er hve vel tekst að láta hið gamla lagasafn Grágás gæða frá-
sögnina lífi. Þetta sjáum við vel í greinunum Þrælahald, Fornar dyggðir og
Mannamunur, þar sem rætt er um gildi þjóðveldismanna og ólíka réttar-
stöðu fólks samkvæmt lögum. Þá eru víða birtar tilvitnanir úr biskupasög-
um, íslendingasögum og nokkrum sögum Sturlungu.
En einnig má finna dæmi þess að ekki nægir að setja saman greinar eftir
frásagnarheimildum einum. Þetta sýna greinarnar íslandssiglingar Englend-
inga og Píningsdómur í kaflanum Enska öldin. Val tilvitnana er vel hugsað.
1 fyrri greininni er fyrst klausa úr Nýja annál 1412 um hrakninga Englendinga
hér við land það ár, síðan klausa úr bænarskjali enska þingsins 1415 til kon-
ungs um fiskveiðar við ísland, þá úr samþykktinni á alþingi 1419 sem sýnir
stefnu efnabænda í verslun við útlendinga, síðan er löng tilvitnun í skýrslu
Hannesar Pálssonar frá 1425, þar næst hvað Nýi annáll segir um sama efni og
að síðustu löng klausa úr íslenskri miðaldasögu Björns Þorsteinssonar um
verslunarvörur íslendinga og Englendinga. í greininni um Píníngsdóm 1490
aðeins aftar er kjarni dómsins birtur og rætt um stefnu þá sem fram kemur í