Saga - 1990, Page 213
RITFREGNIR
211
honum. Hér vantar þó nokkuð til að fullgera mikilsverða efnisgrind. Nóg
hefði verið að nota fyrrgreinda miðaldasögu Björns Þorsteinssonar betur eða
Ensku öldina eftir Björn. Benda á að upphaf íslandssiglinga Englendinga teng-
ist endalokum einokunarverslunar Björgvinjarkaupmanna hér, minnast á
vetursetubann útlendinga hér 1431, láta átökin 1447-49 koma inn í textann
og birta klausur úr Lönguréttarbót 1450, t.d. þar sem segir að útlendingum
sé bannað að flytja og kaupa íslensk börn og tengja Hansakaupmenn betur
inn í ensku öldina, svo að eitthvað sé nefnt.
Eflaust má löngum deila um val tilvitnana og hverju er sleppt. Mér finnst
t d. að mikilsverð atriði hafi verið felld úr tilvitnun á bls. 50 í kennslubók úr
Grágás, þar sem sagt er að sökunautar skuli eiga saksóknir saman og að jöfn
dómnefna og lögréttuskipan skuli vera úr öllum fjórðungum.
Texti tilvitnana hefur víða verið lagaður að daglegu nútímamáli. Sem
dæmi má nefna að þar sem er sásk í tslenskum fornritum verður sáust, ok verð-
ur og, mjök fær mjög og í stað et kemur hið. Þetta er til bóta. Merking tilvitn-
unar verður aðalatriði en ekki stafsetning.
Verkefni. Hin mörgu og margvíslegu verkefni eru ein helsta nýjung þessar-
ar bókar. Verkefni um heimildir, notkun þeirra, mat á þeim og samanburður
eru flest. Allvíða eiga nemendur að glíma við tímann, hvenær rit hafi líklega
verið skrifað, hvað hafi gerst á undan öðru og þeir beðnir að raða atburðum
1 tímaröð. Með þessu er reynt að efla tímaskyn nemenda. Þeir fá líka góða
þjálfun í að rökstyðja skoðanir sínar. Að greina texta, hvað megi lesa úr
honum, er líka þjálfað í ýmsum verkefnum. Ungmenni fá að bera atriði úr
sögunni saman við skyld atriði á okkar tímum og orsaka fyrirbrigða er leitað.
Nemendur eru beðnir að reikna út ýmsar stærðir, þeir kynnast hugtökunum
terminus ante quem og post quem (síðari og fyrri tímamörk), argumentum e sil-
entio (rök af þögn heimilda) og fá hugmynd um lögmálskenningu og innlif-
unarkenningu, félagshyggju og einstaklingshyggju og þannig mætti lengi
telja.
Þar með er komið að öðrum megintilgangi bókarinnar, að þjálfa nemendur
1 sagnfræðilegum aðferðum. Er ástæða til að fara út á þá braut? Hvaða til-
gangi gæti slíkt þjónað? Ég ætla að sögukennarar í framhaldsskólum hafi lát-
>ð nemendur sína fást eitthvað við slíkt áður. En hér er gengið langt inn á þá
hraut og greinar hinna ýmsu kafla skrifaðar mjög með það í huga að þjálfa
slíka hugsun. Þegar betur er að gáð þá eru vinnureglur sagnfræðinga ekki
slík sérfræði að skynugir lesendur geti ekki áttað sig á þeim þegar lesið er
með athygli. Þær vinnureglur eru einkum til að greina texta með ýmsu móti.
Ég ætla að sameiginlegt einkenni verkefnanna sé að gera nemendur að
góðum, athugulum lesendum. Ekki veitir af því á tímum myndaflóðs þegar
fextaskynjun ungmenna virðist dauf og mörg þeirra hafa ekki tamið sér að
lesa með athygli. Verkefnin eru flest gjörhugsuð og þau sem undirritaður lét
nemendur sína fást við á fyrsta kennsluvetri bókarinnar hafa flest reynst vel.
En fjöldi þeirra er slíkur að kennarar verða að velja. Með stærsta verkefna-
hokknum, heimildaflokknum, fá nemendur verulega þjálfun í að athuga
heimildir og það opnar dyr að íslenskri bókmenntasögu miðalda.
En kannski má gera betur sums staðar. Verkefnin reynast næstum öll smá