Saga - 1990, Page 214
212
RITFREGNIR
og fá þeirra vísa út fyrir kennslubókina. En þar sem höfundar birta ábend-
ingar um lesefni í lok hverrar greinar, hefði verið kjörið að hafa nokkur stór
verkefni þar sem nemendum er falið að vinna með verk á lesefnislista. Nú
má strax svara þessu með því að segja að þetta geti kennarar auðveldlega
gert sjálfir. En hætt er við þegar verkefni eru svo mörg sem raun ber vitni að
margir verði seinir að semja slíkt. Sum þykja mér vera vafasöm. í nokkrum
þeirra eiga nemendur t.d. að reikna stærðir eftir forsendum sem eru veikar
og vafasamar. Petta á við greinina Fólksfjöldinn og lífsbjörg hans á bls. 115-
22, þar sem greint er frá hugmyndum fræðimanna um mannfjölda hér um
1100, og verkefnin sem þeirri grein fylgja. Nemendum er þar ætlað að
stökkva út í svipaða hugarleikfimi og fræðimenn hafa gert í athugunum á
mannfjölda. Þar hafa menn gefið sér forsendur til að standa ekki í tóminu.
Hér er flest óljóst. Ekki er vitað nákvæmlega hve þingfararkaupsbændur
voru margir þar sem Ari nefnir fjölda þeirra aðeins í hundruðum. Ekki held-
ur hve margir bændur voru ekki skattskyldir né hve fjölskyldur voru stórar.
Við vitum ekki hve vinnufólk var margt. Ekki er vitað hvort munur var, og þá
hve mikil, milli skattbænda og annarra bænda um 1100 og á 18./19. öld.
Höfundar benda heldur ekki á, þegar þeir nefna mannfjöldatölu þá sem Jón
Sigurðsson fékk, hvað sé vafasamt í aðferð hans. Á hverju byggði Konrad
Maarer sína niðurstöðu? Verkefni hefði getað verið að finna snöggan blett á
öllum forsendunum, en þar með væri stoðum kippt undan allri greininni.
Verkefni sem þarna er um sjálfsábúð og leiguliðabúskap hvílir á ágiskun
einni og orkar ekki vel á nemendur. Öll er fólksfjöldagreinin tyrfin og betra
að sleppa henni í næstu útgáfu. Þetta getur þó haft það gildi að nemendum
verði ljóst hversu vafasamt er að álykta af litlum heimildum. Fólksfjölda
mætti afgreiða í nokkrum setningum og Iáta skýrt koma fram hversu lítið sé
um hann vitað.
En einna verst fara sumir fræðimenn út úr verkefnum. 1 verkefni 2.4-2 og
2.4-3 eiga nemendur að meta röksemdir Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi
um að ísland hafi verið byggt þegar Iandnámsmenn komu. Niðurstaðan og
áhrifin verða þau að nemendur telja Benedikt kjána og þegar í verkefni 2.4-5
er greint á milli alþýðufræðimanna og þeirra sem hafa háskólapróf, telja
nemendur að alþýðufræðimenn séu varhugaverðir. Þetta er slæmt. Löngum
hefur einkennt íslensk fræði og sagnritun að lærðir og leikir hafa safnað í
sarp fræðanna. Allt það framlag getur að sjálfsögðu verið misjafnt að
gæðum, en allar girðingar milli skólamenntaðra og annarra í þessum grein-
um eru af hinu illa. Nú er svo að flest unnu þeir Benedikt frá Hofteigi og Árni
Óla, sem einnig er nefndur í kennslubók, betur í fræðum en Benedikt með
íslendu og Árni Óla með bók sinni Landnámið fyrir landnám. Heppilegra væri
að draga þá út úr greininni en gera í staðinn að höfuðatriði að nemendur velti
fyrir sér hvað við þurfum að vita til að hægt sé að sýna fram á að byggð hafi
verið í landinu þegar landnámsmenn komu.
Nokkru aftar í bókinni, í greininni Samruni goðorða á bls. 143-51, fá þrir
fræðimenn heldur óblíða meðferð hjá höfundum. Nemendum er þar bent a
að menn séu ekki á eitt sáttir um hvað hafi valdið samruna goðorða. Þeir eiga
síðan að meta skoðanir fræðimannanna, dæma hve haldbærar þær séu. Fyrst