Saga - 1990, Page 215
RITFREGNIR
213
er vitnað til þess sem Einar Olgeirsson segir um þetta í bókinni Ættarsamfélag
og ríkisvald í þjóðveldi íslendinga, bls. 252, þar sem Einar segir að goðorð hafi
safnast á hendur þeirra sem áttu kirkjujarðir. Nemendum er síðan bent á í
verkefni að engin formleg tengsl hafi verið milli goðorða og kirkjujarða. Þeir
eiga síðan að finna veikleikann við röksemdafærslu Einars. Nemendum
mínum tókst mörgum að koma auga á þennan veikleika en voru jafnframt á
því að Einar þessi væri heldur einsýnn, ef hann teldi þetta eitt hafa valdið
samruna goðorða. Næst er vitnað í orð Jóns Jóhannessonar í íslendinga sögu
I, bls. 279-80, þar sem Jón segir að orsaka að samruna goðorða sé að ein-
hverju leyti að leita í grennd við biskupsstólana. Sleppt er að vísa til þeirra
orða Jóns að áhrif frá útlöndum hafi haft sitt að segja. Ekki er heldur minnst
á að Jón ræðir um aðrar orsakir þegar hann fjallar um landshlutana eins og
áhrif landkosta og landslags og persónulega eiginleika goða. í verkefni 6.1-5,
b-lið, er þetta túlkað svo að hér sé nánast um náttúrulögmál að ræða: „Hve-
nær sem við höfum biskupsstól fáum við sameiningu goðorða í nágrenn-
inu," sem hvergi verður lesið úr orðum Jóns. Að síðustu er getið skoðunar
Björns Sigfússonar sem hann setti fram í Sögu 1960 þar sem hann vildi meina
að batnandi samgöngur á landi hafi leitt af sjálfu sér til að goðar fengu stærra
áhrifasvæði. Nú segir Björn í grein sinni á bls. 62 að „víða hafi minnkandi
samgöngutregða á landi átt þátt í því', er menn færðu á 12. öld eða fyrr vor-
þing tveggja héraða á einn stað . . . Að vísu ræðir Björn í grein sinni lítt aðrar
orsakir. Hann rifjar þó upp að þingmannafylgi Guðmundar ríka á Möðru-
völlum var ekki aðeins í Eyjafirði, heldur líka í Þingeyjarþingi alveg norður
fyrir Skjálfandafljót, sem getur varla verið vegna greiðra samgangna. Mér
virðist Björn líka hugsa grein sína sem nýtt framlag til skýringa fremur en
greinargerð um orsakir. En þegar þetta er sett svona fram einhliða í kennslu-
bókinni, ætla nemendur að hver fræðimaður telji sína orsök einu orsökina.
Afbragðs nemandi sagði eftir umfjöllun um samruna goðorðanna: „Ef Björn
Sigfússon er fífl, þá er Jón Jóhannesson enn meira fífl". Nemendur hafa ekki
aðra vitneskju um skoðanir fræðimanna en tilvitnanir og tilvísanir í kennslu-
bók. Slíkar einfaldanir vekja ranghugmyndir og gera fræðimönnum rangt til.
Ef takast á að ganga inn á þessa braut, verður að draga fram aðrar skoðanir
höfunda á viðkomandi efni eða taka skýrt fram að þetta sé ein skoðana
þeirra.
Þessi aðferð gengur hins vegar upp í verkefnum um einfaldara efni.
Nemendum er bent á skýringar þriggja fræðimanna á legu Þorgeirs undir
feldinum á kristnitökuþinginu. Það er vegna þess að tilvitnanir í rit þeirra
raska ekki sannleikanum um skoðanir þeirra. En kannski hefði farið vel á því
að vitna einnig í orð Björns M. Ólsens sem taldi að Þorgeir hefði einfaldlega
verið að semja sem vandlegast ræðu þá sem hann flutti á Lögbergi.
Þrátt fyrir þetta sem nú hefur verið bent á, teljast verkefnin mikilsvert
framlag til betri kennsluhátta í þessu efni.
Kennarahandbók. Verkefnin í kennslubókinni fá góðan stuðning af Kenn-
Leturbreyting mín.