Saga - 1990, Side 218
216
RITFREGNIR
1880. Við þessar aðstæður varð giftingarhlutfall lægra og hlutfall ógiftra
hærra á íslandi en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Að sama skapi var gift-
ingaraldur brúðhjóna mjög hár, en óskilgetnum börnum fjölgaði allt fram
um 1890. Þar sem fjölgun heimila hélst ekki í hendur við fjölgun þjóðarinnar
urðu þau æ stærri, en vaxandi hópur fólks varð að sjá sér farborða með
vinnumennsku og þeir verst settu leituðu ásjár hjá sveitinni.
Allt þetta telur Gísli Ágúst gefa til kynna að yfirvöldum hafi tekist að halda
aftur af heimilisstofnun og búsetu fólks við sjóinn. Upp úr 1880 hafi fólk hins
vegar farið að sækja fastar í þéttbýli og yfirvöldum þá veist erfiðara að fram-
fylgja þessari löggjöf. 1 bæjunum gáfust fólki aukin tækifæri á að gifta sig og
stofna heimili eins og sést á því að heimilin urðu fleiri og þar af Ieiðandi
minni, giftingar jukust og meðalaldur brúðhjóna lækkaði, óskilgetnum börn-
um og vinnuhjúum fækkaði. Þessa fólksfjölda- og fjölskylduþróun tengir
höfundur við breytingar í efnahagslífi og þau umskipti sem urðu í atvinnu-
háttum íslendinga 1880-1930.
Þannig eru leidd mörg og sterk rök að því að yfirvöldum hafi tekist með
félagsmálapólitík sinni að takmarka fjölgun heimila og vöxt bæjanna. En erf-
itt er að sanna þetta svo óyggjandi sé. í fyrsta lagi eru ýmis merki um að lín-
urnar séu ekki eins skýrar og Gísli Ágúst ætlar. Dæmin sem tilfærð eru um
fólk sem varð fyrir barðinu á löggjöfinni sýna okkur aðeins að sveitarstjórnir
framfylgdu lögunum í þessum tilvikum, oft af hörku, en hversu til tókst þeg-
ar á heildina er litið vitum við ekki. Samtímaheimildir benda til þess að lögleg
og ólögleg hús- og þurrabúðarmennska hafi aukist, en erfitt er að meta þetta
í tölum. Sömu sögu er að segja af lausamennsku, en lítið mat er lagt á það í
ritgerðinni hversu vel vistarbandið þjónaði tilgangi sínum, sem var þó mikil-
vægur hluti taumhaldsins á fátæku fólki. Þrátt fyrir allar lagahömlur óx þétt-
býli fyrir 1880 og má merkja greinilegan kipp eftir 1850, þegar sveitunum
veitist erfiðara að taka við fleira fólki. Þetta eru allt vísbendingar um að lög-
gjöfin hafi ekki náð tilgangi sínum sem skyldi og hefði höfundur þurft að
gefa þessum atriðum meiri gaum.
í öðru lagi má skýra hve hæg þéttbýlisþróun var fram yfir 1880 á annan veg
en með tilvísun til félagsmálastefnu yfirvalda. Takmarkaðir atvinnumögu-
leikar við sjávarsíðuna eins og sjósókn var háttað og tryggð sveitamannsins
við moldina (við getum kallað það menningarlega tregðu) héldu fólki í sveit-
unum, þótt þar gerðist æ þröngbýlla. Þar leitaði meginfólksfjölgunin sér
farvegs. Þéttbýli jókst hins vegar hægt þangað til sjávarútvegur varð lífvæn-
legur fyrir fólk í stórum stíl undir lok aldarinnar. Þetta er ekki sagt til að
hafna skýringu höfundar, heldur til að minna á að vexti þéttbýlis voru ekki
sett mörk af stjórnvaldsaðgerðum einum saman.
Family and Household in lceland er miklu meira en úttekt á áhrifum félags-
málalöggjafar á íslenska þjóðfélagsþróun. Hún er nákvæm og vönduð rann-
sókn á stærð og gerð íslenskra heimila á 19. öld og fram um 1930 og bætir
þannig verulega við þekkingu okkar á félagsmálum 19. aldar. Með hjálp
aðalmanntala, sóknarmanntala og prestþjónustubóka rekur Gísli Ágúst
fólksfjölda- og fjölskylduþróun í sex sóknum, Garðasókn á Álftanesi, Hruna-
sókn í Árnessýslu, Kálfatjarnarsókn á Vatnsleysuströnd, Miklabæjarsókn í