Saga - 1990, Side 219
RITFREGNIR
217
Skagafirði, Skútustaðasókn í Suður-Þingeyjarsýslu og Eydalasókn í Suður-
Múlasýslu, og fá tvær þær fyrstu ítarlegustu umfjöllunina. Þessar sóknir eru
einkum valdar til að endurspegla mun á landbúnaðarsvæðum og sjósóknar-
svæðum.
Rannsókn af þessum toga hlýtur alltaf að bjóða upp á mikla talnasúpu, en
traust efnistök og prýðileg myndræn framsetning á talnaefninu gerir ritið vel
læsilegt. Ekki verður að ætla annað en að þessar sex sóknir teknar saman
endurspegli hina almennu þróun. Tölulegar niðurstöður höfundar bera þó
með sér að fjölskylduhagir og fóllksfjöldaþróun gátu verið mjög breytileg frá
einni sókn til annarrar og því verður að fara varlega í að draga ályktanir um
landið allt út frá einni eða fáum sóknum. Svo að óvenjulegt dæmi sé tekið, þá
var fæðingartala í Hrunasókn á árunum 1926-30 19,4 (35,5), dánartala 8,3
(18,6), ungbarnadauði 16,6 (1,6) og óskilgetni 14,3 (8,9), en sambærilegar töl-
ur fyrir Árnessýslu alla eru gefnar í svigum (sjá töflu V.5 á bls. 149). Þetta er
ótrúlegur mismunur og helgast sjálfsagt af því, eins og höfundur bendir á,
að sóknin er fámenn og tímabilið stutt sem tölurnar ná yfir. Gísli Ágúst er sér
vel meðvitaður um þá hættu sem felst í því að velja svo litlar rannsóknarein-
ingar sem sóknirnar eru og bætir stundum úr því með því að athuga ná-
grannasóknirnar einnig. Til að lesandinn áttaði sig betur á afstöðu hverrar
sóknar gagnvart landinu öllu hefði ennfremur mátt bera sóknirnar oftar sam-
an við landsmeðaltal þar sem heimildir leyfa.
Niðurstöðurnar eru hinar fróðlegustu og sýna greinilegan mun á heimilis-
högum eftir atvinnu- og staðháttum. Samkvæmt manntölum 1801 og 1816
voru heimili að jafnaði fjölmennust í góðum landbúnaðarsveitum (Hruna-
og Skútustaðasókn, með tæplega átta manns árið 1801), rýrari sveitir eins og
Eydalasókn og þéttsetin Miklabæjarsókn koma næst með um 6,7 manns, en
lestina reka sjávarbyggðirnar þrjár, þar sem sjósókn var snar þáttur í lífs-
framfæri fólks, með í kringum 5,5 manns. Þegar líða tók á öldina urðu sveita-
heimilin stærri, átta manns í uppsveitum Árnessýslu um miðja öldina (8,5 í
Hrunasókn) og fóru stækkandi á sama tíma og heimilisstærð í sjávarsveitun-
um við sunnanverðan Faxaflóa minnkaði smávegis og var um fimm manns.
Eftir 1880 tóku heimilin hins vegar að minnka og munaði mest um fækkun
vinnufólks. Ómagar hurfu smám saman alveg, börnum fækkaði hins vegar
sáralítið, en aftur á móti fjölgaði ættingjum.
Munur sjávar- og sveitabyggða kemur fram í því að vinnuhjú, börn og
ættingjar húsráðenda voru fleiri á sveitaheimilum en í þurrabúðum við
sjóinn. Fjölskyldur til sveita héldu lengur í börn sín og réðu fleiri hjú en
heimili við sjávarsíðuna. Fjölskyldurnar sjálfar voru hins vegar fremur litlar
víðast hvar, 3-4 fjölskyldumeðlimir við sjóinn, 4-6 til sveita. Gísli Ágúst
skýrir stærðarmun heimilanna aðallega, en þó ekki eingöngu, út frá ólíkri
vinnuaflsþörf, þannig að sveitaheimilin héldu börnunum lengur heima og
féðu fleiri hjú til sín en heimili við sjóinn.
Barnlausar fjölskyldur fundust í öllum sóknum og í þó nokkrum mæli í
sjávarsveitum, sem er athyglisvert þegar haft er í huga að á íslandi var frjó-
semi giftra kvenna óvenjulega há miðað við önnur Evrópulönd á 19. öld.
Barnleysið stafaði bæði af miklum ungbarnadauða og af því að börn fóru