Saga - 1990, Blaðsíða 220
218
RITFREGNIR
snemma að heiman að vinna fyrir sér. Kjarnafjölskyldan var ráðandi fjöl-
skyldugerð, en á 17% heimila voru þriggja kynslóða fjölskyldur 1801, aðal-
lega í sveitasóknunum. Annað heimilisfólk var tiltölulega fjölmennt og mun-
aði mest um vinnufólkið, sem var hlutfallslega fjölmennara á Islandi en ann-
ars staðar í Evrópu.
Margar aðrar merkilegar athuganir ber Gísli á borð fyrir lesandann, sem
hér er ekki tóm til að ræða. Má þar til dæmis nefna tíða fólksflutninga innan-
lands og ýmiss konar lýðfræðilegan mun á sjávar- og sveitabyggðum. Mér
finnst honum takast einna best upp þegar hann lýsir samspili fjölskyldugerð-
ar og fólksfjöldamynsturs eins og í listilegri útskýringu á því af hverju fleiri
börn voru í heimili í Hrunasókn en Garðasókn, þrátt fyrir hærri fæðingartölu
í síðarnefndu sókninni (bls. 130-32). Það er helst umfjöllun á hagrænum
þáttum sem er hnökrótt á stöku stað. Of mikið er gert úr því að atvinnuhættir
hafi einkennst af sjálfsþurftarbúskap fyrir 1880, því að verslun bænda til
sjávar og sveita var talsverð. Ekki get ég verið sammála þeirri staðhæfingu að
yfirvöld hafi getað stjórnað vinnuaflinu svo með löggjöf að engin raunveru-
leg samkeppni hafi verið milli atvinnuvega á 18. og 19. öld (bls. 145).
Einn helsti kosturinn við efnismeðferð Gísla Ágústs er hve vel hann fléttar
saman niðurstöður sínar við sagnfræðirannsóknir á fjölskyldusögu í Evrópu.
Við fáum skýra mynd af því hvernig ísland stóð í samanburði við önnur
lönd. Gísli Ágúst hafnar þeirri hugmynd sem sumir fræðimenn hafa viðrað
að til hafi verið sérstök norræn fjölskyldugerð, sem einkenndist af mörgum
ættingjum á heimilinu. íslenska fjölskyldan fellur hins vegar vel að „evr-
ópska giftingarmynstrinu'', sem einkenndist af háum giftingaraldri og háu
hlutfalli ógiftra, jafnvel svo að á íslandi gekk þetta lengra en í flestum öðrum
Evrópulöndum. Af þessu leiddi að vinnufólk var fjölmennara en þekktist
með öðrum þjóðum og var stór hluti þess ævivinnuhjú, þar sem það átti
enga möguleika á að hefja sjálft búskap. Fjölskyldur á fslandi voru aðeins
fjölmennari en gerðist í norðan- og vestanverðri Evrópu, en voru svipaðar að
allri gerð, kjarnafjölskyldan var ráðandi og þriggja kynslóða fjölskyldur
fremur sjaldgæfar.
Guðmundur Jónsson
Stefán F. Hjartarson: KAMPEN OM FACKFÖRENINGS-
RÖRELSEN. IDEOLOGI OCH POLITISK AKTIVITET PÁ
ISLAND 1920-1938. (Acta Universitatis Upsaliensis: Stu-
dia Historica Upsalensia 158.) Uppsölum 1989. 285 bls.
Myndir, línurit, súlurit og töflur.
Almenn kynning
Á þessu ári eru rétt 20 ár síðan fyrsta fræðilega verkið um íslenska verkalýðs-
hreyfingu kom út í bókarformi. Það var bók Ólafs R. Einarssonar, Upphaf
íslenskrar verkalýðshreyfingar 1887-1901, sem árið áður hafði birst sem grein í