Saga - 1990, Page 222
220
RITFREGNIR
þeirra er á íslandi, þótt ljósritunar-, tölvu- og faxtæknin bæti þar mikið úr.
Bókin skiptist í átta meginkafla sem hver um sig greinist í nokkra undir-
kafla:
I. lnngangur. Höfundur gerir hér grein fyrir helstu spurningum sem hann
hyggst leitast við að svara í verkinu, fræðilegum bakgrunni, stöðu verkalýðs-
rannsókna á Islandi og síðast en ekki síst helstu heimildum og aðferðafræði.
II. íslenskt samfélag á millistríðsárunum -félags- og hagsögulegl yfirlit. Þessi kafli
er almenn kynning á íslensku samfélagi millistríðsáranna sem höfundur
bendir á að hafi enn ekki verið komið á stig markaðsbúskapar og hvað varðar
verkafólk þá hafi það búið við eins konar sjálfsþurftarbúskap.
III. Verkalýðshreyfingin - skipulagning og innri átök. Rauði þráður þessa kafla er
tilraun höfundar til þess að skýra þróun ASl, bæði stærð og stjórnsýslu. Jafn-
framt varpar hann ljósi á hvernig pólitískar andstæður komu upp á yfirborð-
ið á þriðja áratugnum og mögnuðust til muna er leið á þann fjórða. Á fjórða
áratugnum kristallast baráttan í verkalýðshreyfingunni m.a. í átökunum á
milli Verkalýðssambands Norðurlands (VSN), sem kommúnistar stjórnuðu,
og ASÍ-forystunnar í Reykjavík. Helsta markmið höfundar með þessum
kafla er að athuga hvort hald sé í þeirri tilgátu að baráttan um verkalýðsfé-
lögin hafi verið hvetjandi á vöxt ASÍ.
IV. Faghreyfingin á millistríðsárunum - afskipti af stjórnmálum. Hér vill höfund-
ur skýra þróunina í verkalýðssamtökum nokkurra vestur-evrópskra landa
jafnframt því sem varpað er Ijósi á baráttu alþjóðasambandanna, bæði þeirra
pólitísku og faglegu. Markmiðið er ekki aðeins að skýra tengsl íslenskrar
verkalýðshreyfingar við erlend samtök, heldur einnig og ekki síst að sýna
fram á hvernig reynsla erlendra krata af baráttunni við kommúnista varð
fyrirmynd á Fróni sem bar þó ekki þann árangur sem til var ætlast.
V. Verkalýðsfélögin á Norðurlandi. í þessum kafla hverfum við til Norðurlands
þar sem einstök verkalýðsfélög eru athuguð sérstaklega. Sýnt er fram á
hvernig kommúnistar og kratar háðu grimmt kapphlaup um að verða fyrstir
til að stofna verkalýðsfélög þar sem engin voru fyrir, jafnframt því að við
kynnumst baráttu þessara sömu afla í verkalýðsfélögunum á Akureyri og á
Siglufirði.
VI. Tilraunirnar til að einangra kommúnista. Nóvudeilan 1933 og Dettifossslagur-
inn 1934. í kaflanum er haldið áfram umfjöllun um baráttu kommúnista og
sósíaldemókrata á Norðurlandi og hún skoðuð sérstaklega í ljósi Nóvudeil-
unnar og Dettifossslagsins. 1 þessum átökum svarf verulega til stáls milli
fylkinganna og áhrifa þeirra gætti víða um land, m.a. í Reykjavík. Þegar
Stefán fjallar um afskipti Dagsbrúnar af Nóvudeilunni tel ég eðlilegt að hann
hefði athugað gerðabækur félagsins í stað þess að láta tilvitnanir í Verklýðs-
blaðið nægja. En að þessu slepptu er það skoðun mín að þessi kafli, auk þess
fimmta, standi upp úr hvað varðar skipulega framsetningu og heimildanotk-
un.
VII. Jafnaðarmannaflokkarnir og kjördæmaskipanin. Hér dregur höfundur fram
skýrslur um alþingiskosningar á þriðja og fjórða áratugnum og leitast við að
skýra afstöðu verkafólks, sérstaklega á Norðurlandi, til stjórnmálaflokkanna
í ljósi kjörfylgis.