Saga - 1990, Page 226
224
RITFREGNIR
rétt verkalýðsfélaga fyrir hönd félagsmanna. Verkföll þessi eru skipulögð af
verkalýðsfélögum og eru háð á hagstæðu augnabliki út frá baráttustöðu
verkfallsmanna.
3. Verkfall til að knýja á um aukin áhrif verkalýðsfélags á vinnuferlið eða
ráðningu verkafólks. Þessi verkföll eiga það sammerkt með gerð eitt að verk-
fallið hefst skyndilega en hins vegar greinir skipulagningin þau að. Verkfall
þessarar gerðar er vel skipulagt og agað.
Segja má að Strassborgarkenningarnar hafi verið kennslubókardæmi fyrir
verkalýðsfélög við að beita verkfallsgerð þrjú, þar sem lögð var mikil áhersla
á vel skipulögð verkföll, með verkfallsvörslu, sem hrundið var í framkvæmd
á hagstæðu augnabliki. Kenningar Johanssons og Strassborgarkenninga-við-
bót Stefáns, sem hann heimfærir á Nóvudeiluna og Dettifossslaginn, eru
gagnlegar hugmyndir sem nauðsynlegt verður að hafa hliðsjón af, ef eða
þegar gerð verður fræðileg úttekt á sögu íslenskra stéttaátaka á þessari öld. í
fljótu bragði virðist greining Johanssons vera nokkuð traust, svo langt sem
hún nær, en hins vegar er öllu vafasamara að hugmyndin um áhrifamátt
Strassborgarkenninganna haldi að sama skapi vel. Tilkomu verkfallsvörsl-
unnar vill Stefán spyrða við stjórnlist kommúnista með því að fullyrða að
henni hafi fyrst verið beitt í Krossanesdeilunni 1930 (bls. 159-60). Raunar er
verkfallsvarsla eldra fyrirbrigði í íslenskri verkalýðshreyfingu en Strassborg-
arkenningarnar. í samúðarverkfalli Dagsbrúnar til stuðnings Verkakvenna-
félaginu Framsókn í mars 1926 hafði Dagsbrún verkfallsvörslu við höfnina.
Samkvæmt bók Jóns Rafnssonar, Vor í verum (bls. 40-48), var sami háttur
hafður á í kolaverkfallinu í Vestmannaeyjum 1926 eða þremur árum áður en
Strassborgarkenningarnar voru samþykktar. Þótt nauðsynlegt sé að gefa
gaum þeim áhrifum sem berast erlendis frá má ekki útiloka að menn dragi
lærdóma af reynslunni á Fróni og hagi baráttuaðferðum eftir því. Engu að
síður er gagnlegt að skoða á hvern hátt verkfallsbaráttan hefur breyst á liðn-
um áratugum, sérstaklega með hliðsjón af því við hvaða aðstæður hinum
ýmsu baráttuaðferðum var beitt og hvaða árangri þær skiluðu.
íslensk verkalýðshreyfing og erlend tengsl
Það er áberandi hversu þungamiðja bókarinnar er á pólitíska atburðarás
þriðja og fjórða áratugarins þrátt fyrir ásetning höfundar um að gera félags-
og hagsögulega úttekt á Norðurlandi. Stefán athugar róttækni verkafólks á
Norðurlandi og leitar orsaka hennar í skorti á umbótahefð sem var afleið-
ing seinkominnar þéttbýlismyndunar, fámennis verkalýðsstéttarinnar og
hversu verkalýðshreyfingin var skipulögð seint, jafnframt því að hún átti
rætur í landbúnaðarsamfélagi. Þessu til viðbótar telur hann að einstaklingar
í flokknum hafi haft áhrif sem ekki verður litið fram hjá (bls. 95). í þessu
sambandi hefði hann gjarnan mátt athuga bók Nils Elvanders, Skandinavisk
Arbetarrörelse (Helsingborg 1980), og taka mið af niðurstöðum hans af saman-
burði róttækninnar í skandinavísku löndunum þremur.
Ýmsir fræðimenn hafa bent á tengslin milli hraðrar iðnþróunar, þéttbýl-