Saga - 1990, Page 227
RITFREGNIR
225
ismyndunar og félagslegrar upplausnar annars vegar og stjórnmálalegrar
róttækni hins vegar. Af norrænum sagnfræðingum reið Edvard Bull (eldri) á
vaðið með bók sinni, Arbeiderbevegelsens stilling i de tre nordiske lande (Kristia-
nia 1922). Ýmsir aðrir hafa komið á eftir, s.s. Walter Galenson, Comparative
Labour Movements (New York 1952) og sænski sagnfræðingurinn Bo Stráth,
Varvsarbetare i tvá stiider (Kungálv 1982). Magnús S. Magnússon kom einnig
að þessu í doktorsritgerð sinni, Iceland in transition. Pað sætir furðu að Stefán
minnist ekki á BulllGalenson-kenninguna, eins og hún er oft nefnd. Hann vitn-
ar nánast í framhjáhlaupi til skoðunar Bos Stráths um tengsl þéttbýlisþróun-
ar og róttækni (bls. 58), en reynir næsta lítið að heimfæra þessa kenningu á
Norðurland á þriðja og fjórða áratugnum, sem full ástæða hefði verið til.
A þriðja áratugi þessarar aldar var alþjóðleg verkalýðshreyfing klofin í
tvær fjandsamlegar fylkingar. Annars vegar voru sósíaldemókratar sem
töldu þingræðisleiðina vænlegasta til árangurs. Höfundur spyr: Hversu mik-
il var trú íslenskra sósíaldemókrata á gildi ríkisstjórnarþátttöku? Hins vegar
voru kommúnistar, sem höfnuðu þingræðinu; það var að þeirra mati hemill
á lýðræðislega þróun samfélagsins frá auðvaldssamfélagi til sósíalisma.
Baráttan innan íslenskrar verkalýðshreyfingar á þriðja áratugnum var ekk-
ert einangrað fyrirbrigði. Hana þarf að skoða í ljósi átakanna í hinni alþjóð-
legu verkalýðshreyfingu. í þessu sambandi bendir Stefán réttilega á að fram
til þessa hafi áherslan verið helst til mikil á. tengslin við Skandinavíu. Hann
leitast við að breikka sjónarsviðið þannig að það nái til fleiri landa,
Finnlands, Þýskalands, Bretlands, Belgíu og Sviss. Höfundur gerir tilraun til
að skýra þá lærdóma sem íslenskir sósíaldemókratar þóttust geta dregið af
þróun verkalýðshreyfinga þessara landa jafnframt því að hann athugar
tengsl þeirra við skandinavíska skoðanabræður og Annað alþjóðasamband-
ið. Á hinn bóginn eru tengsl kommúnista við Komintern og Profintern veiga-
mikil atriði í ritgerðinni. Höfundur vill með öðrum orðum skoða pólitísk og
fagleg átök í ljósi þess sem var að gerast erlendis. Spurning lesenda er að
sjálfsögðu: hvernig leysir Stefán þessar metnaðarfullu áætlanir af höndum?
Þegar svo viðamikið verk er annars vegar, sem eins og flest sem birtist um
íslenska verkalýðssögu er brautryðjendaverk, væri það mikil einföldun að
nota orðin vel eða illa.
Stefán vill skýra innlend og erlend tengsl forystumanna Alþýðusambands-
ins/Alþýðuflokksins við innlenda og erlenda skoðanabræður. Urðu þeir fyrir
áhrifum erlendis frá, t.d. frá Öðru alþjóðasambandinu, eða skandinavískum
skoðanabræðrum, og ef svo var, hvers eðlis voru þau og á hvern hátt nýttust
þau í pólitískri og faglegri baráttu? Hann vill greina tengsl forystunnar við
verkalýðsfélögin, rannsaka starfsemi verkalýðsfélagsanna á Norðurlandi
sérstaklega með tilliti til styrks kommúnista og átakanna við þá. Á sama hátt
vill hann greina tengsl kommúnista við Þriðja alþjóðasambandið og athuga
hversu mikilvæg reynsla erlendra skoðanabræðra reyndist fyrir starf þeirra.
Meginniðurstaða hans hvað þetta varðar virðist nokkuð traust. Hún er sú
að íslenskir sósíaldemókratar reyndu að draga lærdóma af reynslu erlendra
flokksfélaga og beita henni í barátttu sinni við innlenda kommúnista með allt
öðrum, og fyrir þá, lélegri árangri en raunin var í nágrannalöndunum.
15 - SAGA