Saga - 1990, Side 229
RITFREGNIR
227
(meðvitað eða ómeðvitað!!) Þessi heimild er bréf Jóns Baldvinssonar og Pét-
urs G. Guðmundssonar til Friedrichs Adlers (SAI), dags. 6. maí 1927. Bréfið,
sem er dagsett skömmu eftir að Annað alþjóðasambandið samþykkti aðild
Alþýðusambands íslands, er greinilega ritað gagngert til þess að telja for-
ystumönnum Alþjóðasambandsins trú um að stórir sigrar séu á næsta leiti ef
fátækt verði ekki flokknum að fótakefli. Staða flokksins er skýrð og hvergi
dregið af við að gylla framtíð Iitla bræðraflokksins á Fróni, sem berjist ekki
aðeins við póltíska andstæðinga heldur við sligandi fátækt. („Hieraus wird
es Ihnen einleuchten in wie grossen Fortschritten die Partei sich befindet,
und wie notwendig es ist fur uns, uns der Arbeit an den Wahlen widmen zu
können, ferner auch wie sichtbar grosse Möglichkeiten bestehen unsere Ver-
treterzahl im Reichstage zu vergrössern, falls wir nicht durch Geldmangel an
einer regen Wahlbetátigung gehindert werden.") Um þetta bréf, sem styrkir
mjög þá kenningu að um tengsl hafi verið að ræða á milli aðildar ASÍ að
Alþjóðasambandinu og vonarinnar um erlendan fjárstuðning, fjallar Stefán
aðeins í neðanmálsgrein (82, bls. 112). Hann segir: „í bréfi frá Jóni Baldvins-
syni og Pétri G. Guðmundssyni til Friedrichs Adler er minnst á siðferðilegan
stuðning og leiðsögn. Leitað var eftir ferðastyrk fyrir tvo flokksfélaga til þess
að fara til Þýskalands og Niðurlanda í því skyni að afla upplýsinga um starf-
semi flokksfélaganna" („i syfte att orientera sig om sina partibröders verk-
samheter.") Þetta er langt í frá rétt og minnst sagt villandi. í fyrsta lagi áttu
sendifulltrúarnir ekki að afla sér upplýsinga um starfsemi erlendra skoðana-
bræðra, heldur áttu þeir að veita upplýsingar um aðstæðurnar á íslandi í von
um að það muni bera þann árangur að erlendir flokksfélagar veiti aðstoð.
(„in der Hoffnung uns die Unterstutzung und Teilnahme unserer auslánd-
ischen Genossen dadurch zu beschaffen.") I öðru lagi er ekki lögð áhersla á
að fá siðferðilegan stuðning, eins og ætla mætti af neðanmálsgrein Stefáns.
Auk siðferðilegs stuðnings er nefnilega farið fram á annan stuðning sem
greinilega er fjárstyrkur. („Wir bemerken, dass die Summen die fur uns hier
von grosser Bedeutung, sind die reinen Kleinigkeiten im Verháltnisse zu
dem was unsere auslándischen Parteigenossen zu verwenden brauchen.")
Ákvörðun Alþýðusambandsins 1926 um að ganga í Alþjóðasamband sósí-
aldemókrata er í Gullnu flugunni tengd hinni miklu skuldabyrði sem lá á
flokknum og von forystunnar um að Danir myndu beita sér fyrir söfnun inn-
an Annars alþjóðasambandsins þegar Alþýðusambandið væri gengið í þann
rann. Á það er einnig bent að danskir sósíaldemókratar höfðu sett það sem
skilyrði fyrir samstarfi við aðra verkalýðsflokka að þeir væru með í Alþjóða-
sambandinu. Jafnframt er á það bent að tillagan um aðild kom skyndilega
fram á síðasta degi sambandsþingsins og var þar borin upp án þess að nokk-
ur umræða færi fram um hana í einstökum aðildarfélögum. Stefán efast um
að það hafi verið venja að leggja tillögu eins og um aðild ASÍ að Alþjóðasam-
bandinu fyrir aðildarfélögin (tilvísun 85, bls. 112). Óljóst er hvort höfundur
hefur Island sérstaklega í huga eða sósíaldemókrata í Evrópu almennt. En ef
hann á við ísland er svarið næsta augljóst. Að sjálfsögðu var þetta ekki venja
af þeirri einföldu ástæðu að slík tillaga kom fram aðeins einu sinni, þann 12.
desember 1926.