Saga - 1990, Page 232
230
RITFREGNIR
myndafræðilegt villuljós (bls. 139-140). Spurning: Fyrir hvern var starfsemi
ASV hættuleg?
Stefán: - Vinnutíminn var ekki takmarkaður nema á fiskibátum þar sem
sex tíma hvíld á sólarhring varð lágmark árið 1925 (bls. 44). Hér er ekki til-
færð nein heimild, enda yrði það sennilega erfitt, því þessi fullyrðing er
alröng. Hvað um samning Dagsbrúnar um 10 tíma vinnudag 1913 og vöku-
lögin sem sett voru áriðl921?
Stefán segir að Héðinn Valdimarsson hafi verið formaður Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar 1927-1936 og 1938-1940 ( bls. 66). Þetta gæti hæglega
misskilist. Héðinn var formaður 1922-1924, 1927-1935, 1938, 1939, 1941.
Stefán: - íslensk tunga hefur ekki orð yfir muninn á „enhetsfront og
folkfront" (bls. 213). Hvað um sameining og samfylking?
Stefán: - Forysta sósíaldemókrata var í höndum hugmyndafræðilega með-
vitaðra sósíaldemókrata, sem gjarnan vildu að tengslin við flokksbræður í
Skandinavíu styrktust til mikils hugarangurs þeim fáu kommúnistum sem
voru hugmyndafræðilega skólaðir (bls. 86). Spurning: Hverjir voru þessir
hugmyndafræðilega meðvituðu sósíaldemókratar? Er átt við að þeir hafi ver-
ið vel skólaðir í sósíaldemókratískri hugmyndafræði? Ef svo er er varla átt
við Jón Baldvinsson, Stefán Jóhann, Jón Axel, Sigurjón Á. Ólafsson eða Har-
ald Guðmundsson sem segja má um að hafi aðhyllst einhvers konar sósíal-
demókratíska nytsemishyggju. Héðinn og Pétur G. Guðmundsson voru
sennilega þeir úr forystunni sem best voru að sér í þessum efnum.
Lokaorð
Vafalaust má segja með nokkrum rétti að það hefði verið æskilegt og sann-
gjarnt að hér hefði betur verið fjallað um þann hluta verksins sem skýrir
átökin á Norðurlandi, en til þess er hvorki rúm né tími. Þessi hluti, sem er
ríflega þriðjungur verksins, er að mati undirritaðs besti hluti bókarinnar og
notadrjúgt framlag til rannsókna á íslenskri verkalýðssögu.
Þorleifur Friðriksson
Smári Geirsson: FRÁ ELDSMÍÐI TIL ELEKSÍRS. IÐN-
SAGA AUSTURLANDS, FYRRI HLUTI. SAFN TIL IÐN-
SÖGU ÍSLENDINGA. Hið íslenska bókmenntafélag.
Reykjavík 1989. 406 bls. Skrár, myndir.
Það er þarft verk og tímabært að safna til Iðnsögu íslendinga. Bók Smára Geirs-
sonar, Frá eldsmíði til eleksírs, er hluti þeirrar söfnunar.
Við fyrstu skoðun bókarinnar vakti aðferð höfundar við öflun heimilda
strax athygli mína. Hvort tveggja er að hann virðist hafa verið fjölþreifinn