Saga - 1990, Síða 233
RITFREGNIR
231
um prentað mál og skrifað hvar helst sem fengs var von og jafnframt farið
skipulega og vel undirbúna yfirferð um sögusvæðið að ræða við þá, sem að
dómi kunnugra þóttu líklegir til að luma á gagnlegri vitneskju.
„Fyrirfram var lítið vitað um prentaðar og skrifaðar heimildir um austfirsk-
an iðnað og þegar upp var staðið reyndust þær afar takmarkaðar", segir
höfundur í inngangi. - Hvað annað?
Mér er nefnilega nær að halda að landbúnaður hafi verið skýrsluskyldur
hundrað ár hið minnsta, áður en mönnum kom til hugar að skýrslufæra
athafnir í iðnaði með líkum hætti. Og þegar haft er í huga að stundum finnst
ekki stafkrókur um starfsemi umfangsmikilla atvinnufyrirtækja fáum áratug-
um eftir að þau liðu undir lok, þá þarf engan að undra þó fátt eitt sé nú til-
tækt um viðskipti fólks við hjálparhellur þess á sviði iðju og iðnaðar á árum
áður.
Örðugt er að gera sér grein fyrir hversu vel hafi smalast hjá Smára Geirs-
syni í raun og veru. Og sjálfsagt verður sú „afrétt" sem hér um ræðir seint
gengin svo sauðlaus verði. En drjúgt er það safn skjallegra heimilda sem
hann hefur kannað, þrátt fyrir allt. Eftirtekja af samtölum við fólk er að sínu
leyti eigi síður áhugaverð.
Auðvitað hefur ekki allt sem safnaðist „í máli og myndum" komist á
þrykk. Tel ég víst að því verði haldið til haga af kostgæfni. Það er líka gagn.
Að minni hyggju leikur ekki á tveim tungum að Smára Geirssyni hefur tek-
ist að safna miklum og traustum fróðleik um forvitnilegt efni og færa í
aðgengilegan búning. Bók hans er mikil að umfangi og við ætlum okkur lít-
inn tíma til lesturs mörg hver. En ég ætla að uppsetning efnis, svo sem kafla-
skil, rammagreinar, myndir og fleira í þá veru, sé mjög til þess fallin að
greiða lesendum för um síður þessarar fróðlegu bókar.
Frá eldsmíði til eleksírs skiptist í sex kafla að meðtöldum aðfara- og inn-
gangsorðum. Fjallað er um fimm iðngreinar, prentiðnað, bókband, efnaiðn-
að, sútun skinna og málmiðnað.
Tvær þessara greina, prentiðn og efnagerð, eru það ungar í Austfirðinga-
fjórðungi að frásögn nær til upphafs þeirra, sem virðist nokkuð augljóst.
Hinar eiga sér forsögu á heimilunum aftur í aldir, bókband, sútun og málm-
smíði. Samt sem áður sýnist leikmanni að frásögn höfundar nái til þess tíma
þegar téðar iðngreinar tóku að þróast frá heimilisiðju í sjálfstæðan atvinnu-
rekstur, um leið og hún bregður nokkru ljósi á forsögu þeirra í heimahúsum.
En það er hald manna að breytingar á atvinnuháttum íslendinga hafi verið
ákaflega hægfara, allt frá upphafi byggðar og langt fram eftir 19. öld, ef ekki
allt fram á „öldina okkar".
Sé nú þetta nærri hinu rétta leggur það okkur, sem nú erum á dögum, sér-
stakar skyldur á herðar að skila til næstu kynslóða sæmilega traustum sögu-
þræði um upphaf breytingaskeiðs í atvinnusögu þjóðarinnar, sem enginn
sér fyrir endann á.
Annar kafli bókarinnar er um prentiðn. Hann hefst á sumardaginn fyrsta
1877 þegar fyrsta skip vorsins kom til Eskifjarðar, „færandi fyrstu prent-
smiðju á Austurlandi, Skuldarprentsmiðju".
í þessum kafla er þráður einkum rakinn eftir skjallegum heimildum í