Saga - 1990, Síða 234
232
RITFREGNIR
fyrstu. Þegar á líður fjölgar viðtölum. Kaflinn er líflegur og spilla ekki nokkr-
ar tilvitnanir í gömlu ritstjórana sem voru kjarnyrtir í betra lagi.
Þótt saga prentiðnaðar á Austurlandi sé býsna sérstæð, þá er hún jafn-
framt um margt dæmigerð fyrir þróun annarra starfsþátta á sama tíma -
brautin hvorki bein né greið og gekk á ýmsu. Sumir byrjuðu smátt og oft með
notaðar vélar í misjöfnu ásigkomulagi. Aðrir áttu meira undir sér og gátu
byrjað betur. En lengi vel steyttu allir á sama skeri, verkefni voru ekki næg og
rekstur stóð ekki undir kostnaði til lengdar. Þetta breyttist ekki fyrr en á allra
síðustu árum að verkefni jukust allskyndilega. Jafnskjótt tókst að byggja upp
myndarleg prentverk á nokkrum stöðum í fjórðungnum.
Það kemur glöggt fram í frásögn Smára Geirssonar hversu prentsmiðju-
reksturinn var nátengdur og raunar háður útgáfu blaðanna lengi vel. Annað
prent var svo lítið og stopult að blöðin ein, þótt veikburða væru löngum,
gátu gefið nokkuð jafna atvinnu. Þegar þau svo lögðu upp laupana stöðvuð-
ust prentvélarnar sjálfkrafa.
Það er gömul saga og ný að vöxtur og viðgangur fyrirtækja byggist einatt
á bjartsýni, hæfni og úthaldi fárra einstaklinga, oft í ótrúlega miklum mæli.
Þetta gildir ekki síst um fyrstu viðleitni og smáar einingar og er næsta áber-
andi við upphaf iðnrekstrar á Austurlandi. Kemur það vel fram í frásögn
Smára, á látlausan hátt án skrúðmælgi um frumherjana.
Eitt gleggsta dæmi sem ég þekki um úrslitaáhrif eins manns á rekstur og
lífdaga iðnfyrirtækis liggur milli lína í þætti prentiðnaðarins. En það er harð-
fylgi og þrautseigja Bjarna sáluga Þórðarsonar við útgáfu vikublaðsins Aust-
urlands um þriggja áratuga skeið. Með því treysti hann starfsgrundvöll
prentsmiðju í Neskaupstað - og á Austurlandi - að því marki að þráðurinn
slitnaði ekki framar, og prentiðnaður náði loks að festa sig í sessi í fjórðungn-
um. En dæmin eru vissulega fleiri.
Það hefur áður verið skrifað talsvert um blaðaútgáfu á Austurlandi. Jafn-
framt var sagt nokkuð frá prentsmiðjurekstrinum svo þetta efni var mörgum
ofurlítið kunnugt. Er það mín meining að höfundur geri því góð skil, bæði
varðandi meginatriðin og skemmtileg og fróðleg innskot.
1 næsta kafla er sagt frá bókbandi. Þótt kaflinn sé ekki langur þá er víða
leitað heimilda. Kemur þar ýmislegt fram sem áreiðanlega hefur ekki verið á
margra vitorði. Getið er einstakra bókbindara, lýst er tólum og tækjum sem
fyrrum voru oft heimagerð, og lýst bókbandsvinnunni sjálfri. Tilsvarandi
lýsingar eru í öðrum köflum bókarinnar.
Ekki er sá sem þetta párar fær að dæma um gerð verklýsinganna, nema
hann telur þær þannig fram settar að vel gagnist lesendum, jafnvel þótt þeir
kunni sjálfir að vera á öðrum sviðum.
Eftirtektarvert er hvað Seyðisfjörður sker sig úr með fjölda lærðra bókbind-
ara, og þar var um skeið vélvædd bókbandsvinnustofa. Kemur það raunar
hvarvetna fram þegar rætt er um einstakar iðngreinar, að Seyðisfjörður var í
fararbroddi, enda var hann um árabil fjölmennasta pláss á Austurlandi með
blómlegan útveg og verslun auk iðnaðarins.
Á hinn bóginn kemur það einnig fram að víðar hafa starfað kunnir og
ágætir bókbindarar, til dæmis á Vopnafirði, Fljótsdalshéraði og Reyðarfirði.