Saga - 1990, Page 235
RITFREGNIR
233
Er svo að sjá að þessi iðn hafi átt traustar rætur eystra lengi, og að menn hafi
meðal annars endurnýjað kunnáttu í greininni með námi í kóngsins Kaup-
mannahöfn. Er enda hvergi styttra út þangað en frá Austfjörðum og löngum
beinar siglingar í milli.
Skaftfellingar létu ekki sitt eftir liggja, og lengi var bókband kennt í barna-
skóla í Öræfum. Nú hefur verið sett upp bókbandsstofa á Hofi þar í sveit,
búin tækjum að því marki að „þar er bæði hægt að ganga endanlega frá kilj-
um og bókum í stífu bandi", þótt afköst séu minni en á stórum bókbands-
verkstæðum.
Þá er komið að fjórða kafla sem bókin sækir nafn sitt til að hálfu og fjallar
um efnaiðnað. Saga þeirrar iðngreinar á Austurlandi hefst laust fyrir síðustu
aldamót - og henni lýkur kalt og rólega um 1950. „Eftir miðja 20. öld hefur
nánast enginn efnaiðnaður verið í fjórðungnum þegar undan er skilin sú
starfsemi sem ávallt fer fram hjá lyfjafræðingum", segir höfundur í lok
kaflans.
Þessi staðreynd gerir samantekt Smára Geirssonar ennþá forvitnilegri en
ella. Hvað gátu hinir framtakssömu menn framleitt og selt af efnavörum fyrir
hálfri öld - en síðan ekki söguna meir? Því svarar höfundur skýrt og skil-
merkilega og hefur hér komist yfir býsna fjölbreyttar heimildir. Þar á meðal
- þótt ótrúlegt sé - sýni af þeirri framleiðslu sem frægust varð og að því er
virðist umfangsmest, og skilaði tvímælalaust mestum arði, en það var lífs-
eleksír sá sem kenndur var við Kína, framleiddur á Seyðisfirði og seldur um
gervallt Island.
Feiknarleg auglýsingastarfsemi fylgdi þessari framleiðslu. Blöðin tóku
auglýsingaflóðinu feginsamlega. Aðeins eitt blað, Bjarki Þorsteins Erlings-
sonar á Seyðisfirði, snerist til andstöðu - og varnar- fávísum neytandanum.
Sagan um Kínalífseleksírinn er kapítuli út af fyrir sig, stórfurðulegur
finnst okkur víst flestum. En hvað skal segja? Nú hefur nokkur fjarlægð í
tíma líkt og afhjúpað þessa atburði og brugðið á þá skoplegu ljósi. En þeir eiga
sér óteljandi hliðstæður einmitt núna: Dugmiklir athafnamenn framleiða
nýjar og nýjar vörutegundir, þarfar og óþarfar og jafnvel skaðlegar. Síðan
taka aðrir við, faglærðir í „markaðssetningu", og telja okkur trú um að
„mannsæmandi" líf grundvallist bókstaflega á neyslu þessa varnings, sem
við auðvitað kaupum eins og hann leggur sig.
Þannig er sagan um eleksírinn í senn eggjandi fyrir vaska sölumenn og
hrollvekjandi fyrir oss hrekklausa! Og af hendi höfundar prýðilega unnin og
upp sett.
Fyrir Austfirðinga er kaflinn um efnaiðnað í fjórðungi þeirra á fyrri helm-
‘ngi aldarinnar ýmist upprifjun notalegra minninga, ellegar fræðsla um liðna
en þó nálæga atburði og athafnir, sem margir hafa ekki hugmynd um að hafi
átt sér stað. Hér er nefnilega varpað ljósi á fjölmörg atriði sem voru okkur
flestum gleymd og grafin.
Fimmti kafli er stuttur og segir frá framtaki tveggja Norðmanna að stofna
sútunarverkstofu á Seyðisfirði um síðustu aldamót. Þess háttar starfsemi var
nýmæli á íslandi ef frá er talin skammæ tilraun Skúla Magnússonar landfóg-
eta. Þetta „garfarí" var rekið nær þrjátíu ár og hús þess stendur enn við