Saga - 1990, Blaðsíða 236
234
RITFREGNIR
Fjarðará. Rakin er saga fyrirtækisins, lýst vinnubrögðum og vikið að verkun
skinna í heimahúsum áður fyrr. - Á henni byggðist gerð sjóklæða og skó-
fatnaðar fslendinga um aldir.
Blöðin fögnuðu sútunarverksmiðjunni á Seyðisfirði, einnig Reykjavíkur-
blaðið ísafold. En hér fór sem oftar að starfsemin náði ekki fótfestu til lengdar.
Mun þar hafa valdið mestu ónógur markaður fyrir framleiðsluna svo nauð-
synlegri uppbyggingu varð ekki við komið og reksturinn stöðvaðist.
Síðasti kafli bókarinnar og sá sjötti er langfyrirferðarmestur, enda fjallar
hann um málmiðnað í víðri merkingu. En svo háðir voru og eru bjargræðis-
vegir þjóðarinnar málmsmíði og seinna vélamennsku, að ekki varð undan
því vikist að sinna þeim greinum og það í öllum byggðarlögum landsins.
Það er líka staðreynd að menn hafa frá fornu fari borið ærna virðingu fyrir
eldsmíði, samanber hátimbruð kvæði góðskálda. Einnig hafa menn um aldir
vísað til athafna járnsmiðsins orðum sínum til áherslu, samanber alkunna
vísu:
Lætur kjaftinn móðan mása
með ófriði,
eins og þegar belginn blása
bestu smiðir.
í upphafi þessa kafla Iýsir höfundur gömlu smiðjunum, nefnir nokkra snill-
inga frá fyrri öldum og tilfærir dæmi um atorku þeirra og hagleik. Hann segir
frá upphafi vélaaldar á Austurlandi og frá fyrstu málmsmíða- og vélaverk-
stæðunum þar. Er síðan rakin þróun eða saga iðngreinarinnar í öllum þétt-
býlisstöðum og vel það, því verkstæði hafa starfað víðar.
I þessum kafla sem og annars staðar í bókinni er frásagnarmáti Smára
Geirssonar þannig, að samhliða glöggri frásögn af vinnubrögðum, tólum og
tækjum, stofnun og framgangi fyrirtækja o.s.frv., koma víða fram brot hins
mannlega, sem oft nægja til þess að til dæmis meistarar elds og málma
spretta ljóslifandi fram á síðum bókarinnar (Pétur Jökull, Hinrik Hjaltason
o.fl. o.fl.).
Mér þykir við hæfi að hér skuli brugðið upp myndum af basli manna við
byrjun vélaaldar. Þó það geti minnt á brandara núna var það fúlasta alvara á
sínum tíma, brotabrot úr sögu mannlegs amsturs í þessu landi og á ekki að
gleymast.
En það er fljótt að fenna í sporin. Ég var til dæmis hættur að gera mér grein
fyrir því, að í fyrstu fóru viðgerðarmenn gjarnan ríöandi til starfa sinna ef bíil
bilaði á vegum úti. Og fáa grunar líklega núorðið að járnsmiður hafi smíðað
sér fæðingartengur og hjálpað konu í barnsnauð.
Við yfirlestur þessa kafla kemur vel í ljós hversu tímabært var orðið að
hefja ritun Iðnsögu Austurlands. Maður hefur á tilfinningunni að tekist hafi að
ná til upphafs allra fyrirtækja í málmiðnaði. Samhliða skjallegum heimildum
gegna viðtölin afar miklu hlutverki. En svo að segja dag frá degi fækkar þeim
sem fróðastir eru um fyrri tíma. Hér var því mikið í húfi að draga ekki lengur
en orðið var að skrásetja fáanlega vitneskju.
Frá eldsmíði til eleksírs er mikil bók, 406 blaðsíður í stóru broti með nákvæm-