Saga - 1990, Page 241
RITFREGNIR
239
eyri. „Peir eru margir norsku útgerðarmennirnir sem hafa komið við þessa
stuttu en viðburðaríku síldarsögu . . . John Hareid, Lars Garshoe, H. Hen-
riksen, Hans Söbstad, Tormod Bakkevig, John Vedin, Edvin Jakobsen, H.W.
Friis, Elias Roald, A. Brobakke, Evangerbræður, Sören Goos . . ." (bls. 101).
Hér þarf ýmislegt að athuga. Nöfn sumra þessara manna hafa afbakast og
ríkisfangi er víxlað hjá öðrum. Hareid hét réttu nafni Hareide, Garshoe hét
Garshol, Bakkevig fær þarna rétt skírnarnafn en það hefur breyst í Thormod
á bls. 174. Vedin hét réttu nafni Wedin og var Svíi en ekki Norðmaður og
Sören Goos var Dani enda hefur hann fengið rétt ríkisfang þegar á næstu
síðu. Þá má geta þess að Ths. S. Falk og Hans Falk (bls. 70) hétu að réttu
Falck að eftirnafni. Á bls. 182 er nefnt norska orðið „notebasse". Slíkur mað-
ur er jafnan nefndur „notbas" a.m.k. í Vestur-Noregi þar sem flestir Norð-
mennirnir áttu heima. Á bls. 189 er tiltekið verkfæri nefnt „skilma", rétt er
þetta „skimla", n. „skimle".
Svo sem eðlilegt er fjallar bókin að verulegu leyti um uppbyggingu síldar-
vinnslu á Siglufirði. Þar er margt missagt í fræðunum sem ekki er tóm til að
tíunda hér en hætt er við að torfundin verði síldarstöð Péturs Thorsteinsson-
ar við Hól sunnan fjarðar. Á bls. 143 er lýsing á löndunarkrananum góða á
Djúpuvík sem skóflar síldinni upp úr skipunum inn á bryggjuna „ . . . þar
sem hún fer ofan í stóra vog. Vogin steypir úr sér á reimskífu er mokar síld-
inni á færiband . . ." Á þessum tíma, 1935, var bræðslusíld undantekninga-
lítið mæld en ekki vegin þannig að hér hlýtur að vera um að ræða mæliker en
ekki vog. Auk þess er orðið reimskífa hér í einhverri annarlegri merkingu.
„Afkastamesta söltunarstöð landsins á árunum 1953-58 er Hafsilfur á Rauf-
arhöfn með 68.386 tunna meðalsöltun." (Bls. 285.) Hið rétta er að meðalsölt-
un Hafsilfurs á þessu tímabili er 14. 307 tunnur. Ef kannað er hvort tilgreind-
ur tunnufjöldi sé þá ekki heildarsöltunin kemur það ekki heldur heim og
saman, hún er 85.844 tunnur og er nú úr vöndu að ráða. En með því að draga
söltunina árið 1958 frá 85.844 tunnum fæst loks fyrrgreind tala, 68.386 sem er
þá heildarsöltun Hafsilfurs 1953-57.
Höfundur kryddar bók sína kveðskap úr ýmsum áttum og er það tvímæla-
laust til bóta. Sumt er til á prenti en annað er lausavísur sem gengið hafa frá
manni til manns. Þar á meðal er alþekkt vísa Sigurðar á Laugabóli sem hann
sendi Óskari Halldórssyni fimmtugum.
„Glímdi oft um fremd og fé,
fann og missti gróðann,
fjórum sinnum féll á hné
en fimmtu lotu stóð hann." (Bls. 269.)
I mínum huga er vísan örlítið á annan veg en litlu skeikar og ekkert verður
sannað í málinu. Til gaman má geta þess að vísukornið varð Halldóri Lax-
ness tilefni tveggja vísna í Guðsgjafaþulu.
„Nú á íslandsbersi bátt,
Bánkinn misti trúna.
J fjórðu lotu féll hann látt.
Fimta byrjar núna."
°g