Saga - 1990, Blaðsíða 245
RITFREGNIR
243
G.F. bls. 96.
Kverkunarkonan stendur við hliðina á síldarkassanum og snýr
beint að honum. Hægri höndin með klippunum er alt af nokkurn
veginn í sömu stellingum laust frá líkamanum, lítið eitt til vinstri við
miðlínu hans, rétt fyrir neðan beltisstað. Vinstri hönd grípur síld um
bakið rétt fyrir neðan hnakkann og ber hana að klippunum, er taka
kverkina, þegar hægri höndin gerir lítinn snúðrykk á þær um leið og
vinstri hönd gerir það kast á síldina, er skilar henni yfir kassabarm-
inn fram hjá vinstri hlið konunnar niður í stampinn.
B.S. bls. 86.
Hún stendur við síldarkassann og snýr beint að honum. Hægri
hönd hennar með klippunum er svo til alltaf í sömu stellingunni; í
mittishæð. Hún þrífur síldarnar úr kassanum með vinstri hendi rétt
fyrir neðan hnakka og færir þær hratt að klippunum sem klípa sund-
ur kverkina. Um leið gerir hún snúðrykk með hægri hendinni og
kverkaða síldin kastast yfir kassabarminn niður í stamp við hliðina á
henni.
G.F. bls. 99.
Margar fara að ráðum læknanna um hirðingu handanna, þvo sér
sem bezt áður en þær fara í síldina, bera síðan eitthvað bráðfeitt á
hendurnar, t. d. smurningsolíu, vasselín, fernisolíu, sjálfrunnið
keilulýsi eða andarnefjulýsi o. s. frv., þvo sér vandlega að loknu
verki og smyrja hendurnar, t. d. úr bórvasselíni eða glycerinspiritus
B.S. bls. 90.
Aðalatriðið er að reyna halda höndunum sem mest þurrum, þvo
þær vandlega eftir vinnu, smyrja þær með feiti; keilulýsi, andanefju-
lýsi, svínafeiti, bórvaselíni, skipta oft um vettlinga.
Mestur hluti bls. 87 hjá B.S. er endurskrifuð bls. 102 hjá G.F.
Hér hafa verið nefnd örfá dæmi um þessi vinnubrögð en þau mætti tína til
miklu fleiri. Langtímum saman þræðir höfundur bækur Kari og Matthíasar
Þórðarsonar án þess að vísa til þeirra. Þessar bækur eru í heimildaskrá en út
yfir tekur þegar hægt er að lesa á sama hátt kafla úr æviminningum Ola
Tynes og greinum eftir Guðmund Finnbogason og Steingrím Matthíasson án
þess að þessara öðlingsmanna sé í nokkru getið, ekki einu sinni í heimilda-
skránni. Benda má á að ef höfundur hefði ekki notað tilvísanir jafn stjúp-
móðurlega og hann gerir þá hefði ábyrgð á mörgum mistakanna færst að
hluta til yfir á höfunda ritanna sem hann styðst við. Mjög víða má nefnilega
finna hvaðan villurnar eru ættaðar.
Niðurlag
Mörgum finnst eflaust að hér hafi þessi bók verið dæmd of harkalega og víða
verið seilst heldur langt til fanga af litlu tilefni. En hér er ekki gott að gera.
Bækur um söguleg efni eiga að vera eins réttar og kostur er og til þeirra á að