Saga - 1990, Page 247
RITFREGNIR
245
ævisöguritun.3 Enn má minna á að meðal þeirra örfáu doktorsritgerða í sagn-
fræði sem á síðustu tveimur áratugum hafa verið varðar við Háskóla íslands
eru tvær sem hafa ævisögu að uppistöðu að öllu leyti eða að hluta.4 Því er
ljóst að PV, sem hlaut sagnfræðimenntun við HÍ fyrir ekki margt löngu, sver
sig í þjóðlega ætt og skipar sér í virðulega sveit með því að gerast ævisögu-
ritari. Fyrsta rit hennar af þessum toga kom raunar út fyrir nokkrum árum.5
Þó er ekki um að villast að Snorri á Húsafelli brýtur blað í langri ævisöguritun-
arhefð íslenskra sagnfræðinga.
í Snorra á Húsafelli bls. 105-6 má lesa eftirfarandi:
Þeir standa við skipið snemma morguns og bíða eftir meistaranum, í
braklausum stuttum vaðmálshempum, heimaunnum skóm og víð-
um hnébuxum úr skinni.6 Snorri er með gamlan háan hatt rjóður á
nýrökuðum vanga með klút um hálsinn. Yfirsmiðurinn beygir sig í
smiðjugættinni. Þeir taka ofan áður en þeir setja kjölinn á stokkana
og fara þrisvar með faðirvorið.7 Leggja planka að kili sitt hvorum
megin og negla niður á stokktrén, til að kjaltréð bogni síður meðan á
smíði stendur. Þeir líta til Snorra meðan þeir þylja bænina því hann
er prestlærður og í nánara sambandi við almættið en þeir. Ekki veitir
af að tryggja gæfu skips bæði með meðulum rétttrúnaðar og hjátrúar.
Þessi efnisgrein (í undirkaflanum „Skipasmíðar og þjóðsaga") er býsna
dæmigerð fyrir vinnubrögð og frásagnarhátt Þórunnar. Hún trúir hér les-
andanum fyrir því að nánast ekkert sé vitað um bátasmíðar sögupersónunn-
ar Snorra utan það eitt að hann hafi stundað þær á fjórða tugi 18. aldar, að
afloknu skólanámi í Skálholti. Heimildir þegi um það hjá hvaða skipasmið
hann vann og á hvaða stað. En þessi heimildafæð kemur ekki í veg fyrir að
höfundur semji samhangandi frásögu um skipasmíðar eins og ofangreint
dæmi sýnir. Til þess nýtir hún almennar heimildir um verkhætti lands-
manna. Geta má nærri að mikið af upplýsingunum í þá frásögu er sótt í
íslenzka sjávarhætti Lúðvíks Kristjánssonar. Lesandinn efast þó varla eitt
andartak um að lýsingin eigi við sögupersónuna. Á návist hennar er hann
minntur öðru hverju með því að Snorri er látinn hafa yfir aðskiljanlega parta
úr kvæðasyrpu sinni.
Undir lok kaflans (bls. 110) segir svo: „Átta haust líða, einhver við skipa-
smíði, áður en stúdentinn í Höfn er vígður til prests. Annað haust á Snorri
3 Eftir þá sem nú eru starfandi við Hl má nefna eftirtalin rit: Þorkell Jóhannesson og
Bergsteinn Jónsson, Tryggvi Gunnarsson. 2. b. Kaupstjóri. Rv. 1965; Bergsteinn
Jónsson, Tryggvi Gunnarsson. 3. b. Stjórnmálamaðurinn. Rv. 1972; Jón Guðnason,
Skúli Thoroddsen 1.-2. b. Rv. 1968-1974.
4 Aðalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson. Ævi og störf. Rv. 1972; Gunnar Karlsson,
Frelsisbarátta suður-þingeyinga og ]ón á Gautlöndum. Rv. 1977.
5 Þórunn Valdimarsdóttir, Af Halamiðum á Hagatorg. Ævisaga Einars Ólafssonar í Lækj-
arhvammi. [Rv.J 1986.
6 Vísað til rits Æsu Sigurjónsdóttur: Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17. og 18. öld og
Æfisögu ]óns prófasts Steingrímssonar.
7 Vísað til Lúðvíks Kristjánssonar, íslenzkir sjávarhættir II.