Saga - 1990, Page 248
246
RITFREGNIR
erindi til Reykjavíkur . . .". í þessari ferð lætur höfundur sögupersónu sína
lenda í sjávarháska í Hvalfirði og bjarga félaga sínum úr lífshættu. Aftan-
máls játar hún fyrir lesandanum að frásögnin sé þjóðsagnakennd en styðjist
þó við sannleikskorn heimilda.
Markmið og aðferðir
Ofangreind sýnishorn af texta Þórunnar lýsa vel þeirri sagnritunaraðferð
sem setur mjög mark á Snorrabók hennar. Sjálf hefur hún auðkennt aðferð
sína í grein sem birtist á sl. ári undir heitinu „Hugleiðingar um aðferða-
fræði". Þar segir svo:
Ég skrifa lýsandi sagnfræði. Reyni að lýsa heimi sem er týndur. Þefa
uppi heimildir sem gefa mynd og tilfinningu fyrir horfnum tíma.
Andstæðan við slíka lýsandi sagnfræði er greinandi sagnfræði. Slík
aðferð á best við í samtímasögu, þegar menn greina raunveruleika
sem allir skynja og er þekkt stærð . . . Ég reyni með lýsingunni að
gefa almenna mynd af raunveruleika átjándu aldar frekar en rann-
saka einn sérfræðilegan þátt þeirrar sögu. Aðferðin er skyld aðferð
franska skólans sem nefndur hefur verið skóli annalista. Hefðbundin
sagnfræði býr næstum alveg í heilanum, sjónlaus, lyktarlaus, heyrn-
arlaus og ósnertanleg . . .8
Þórunn notfærir sér að sönnu óspart niðurstöður sérfræðirannsókna en hún
kappkostar að eigin sögn að lýsa menningarástandi og hversdagslífi með því
að greina frá lífi einnar persónu „eins og mannfræðingur í vettvangsrann-
sókn."
Um framsetningu og stíl í sagnfræði hefur Þórunn líka ákveðnar meining-
ar. I nefndri tímaritsgrein andæfir hún því sem hún kallar „þurrgáfaðan
sagnfræðilegan stíl í háskóla ..." [les HÍ]. Hér hafi kennslan:
miðast við að kæfa frjóa hugsun til að skapa góða „hlutlausa" sagn-
fræðinga. En sagnfræði er aldrei hlutlaus . . . Ekkert er siðferðilega
rangt við það að auðga sagnfræðitexta með frjálsum texta, náttúru-
lýsingum, vangaveltum, og flestum þeim stílbrögðum sem beitt er í
bókmenntum. Það eina sem ekki má er að Ijúga, að segja eitthvað sem ekki
er heimild fyrir.9
Markmiðin sem Þórunn setur sér með söguritunni um Snorra mótast af því
að hún skrifar textann fyrir „upplýstan almenning, ekki sagnfræðinga."10
Hún orðar þetta svo í upphafi bókar sinnar (bls. 13) að til þess að ná út fyrir
raðir sagnfræðinga beiti hún á stöku stað „innlifun og sé fyrir mér myndir,
spinn ekki atburði heldur reyni að festa innri augu eins og myndavél á því
sem heimildir gefa í skyn." Lesendur bókarinnar munu kannast við að hér er
frásagnarhætti höfundar sannferðuglega lýst. í tímaritsgreininni orðar Þór-
8 Þórunn Valdimarsdóttir: „Hugleiðing um aðferðafræði", Tímarit Máls og menningar
50 (4, 1989), 460.
9 Sama rit, 462.
10 Sama rit, 463.