Saga - 1990, Síða 249
RITFREGNIR
247
unn þetta svo að ef vel takist til, megi með þessu móti „ginna fólk sem ekki
nennir að lesa þurran sagnfræðitexta í samband við fortíðina".11
Samkvæmt framansögðu Ieikur ekki vafi á að meginmarkmið Þórunnar
með verkinu er það sem Frakkar kalla vulgarisation - það að miðla almenningi
ávöxtum hámenningar. Við hugtakið franska Ioðir dálítið neikvæð hug-
mynd, þ.e. að slíkum ávöxtum verði ekki dreift meðal lýðsins án þess að þeir
spillist eða óhreinkist; hætt sé við að dýpi hinnar hreinu þekkingar grynnist
um leið og farið sé að ginna óinnvígða út á það. Þórunn deilir ekki þeim
skilningi að eitthvað óhreint eða ófínt sé við þetta athæfi. Hún hvetur glað-
beitt „háklerka menningararfsins" til þess að brjótast út úr sóttkví fræðanna
og gefa almenningi hugmynd um menningu og sögu þessa guðs volaða
lands. í nafni slíkrar upplýsingarhugsjónar hefur sagnfræðingurinn ÞV tekið
áhættuna og gerst vísvitandi rithöfundur.
Spurningin sem sagnfræðingar hafa trúlega mestan áhuga á í þessu sam-
bandi er tvíþætt: hvernig farnast fræðunum - sagnfræðilegri þekkingu - í
hendi sérfræðings sem miðlar þeim að hætti rithöfundar, sem bókmenntum?
Og hvað er það við framsetningu og frásagnarhátt Snorra á Húsafelli sem gerir
bókina jafn læsilega og raun - markaðsspurn og almennar viðtökur - ber
vitni um?
Efnistök og uppbygging
Aður en vikið verður að þessum spurningum er rétt að minnast á ytri gerð
verksins og byggingu. Það er mikið að vöxtum, 437 bls., þar af fyllir samfelld
frásögn ÞV 334 bls. Frásögn hennar skiptist í eftirtalda fimm meginkafla: I.
Uppvöxtur og skólaár (1710-1733), bls. 25-94; II. í þjónustu höfðingja (1733-
1741), bls. 95-130; III. Prestur í nafnkunnu harðindaplássi (1741-1757), bls.
131-208; IV. Andaútrekari og rímnaskáld - Húsafelli (1757-1803), bls. 209-
80; V. Rímur, náttúrufræði, leikrit, bls. 281-334.
Fjórir fyrstu kaflarnir fylgja náið æviferli sögupersónunnar. Fimmti kaflinn
hefur sérstöðu að því leyti að hann er þematískur, heyrir frekast undir
„greinandi sagnfræði" sem Þórunn kallar svo. Þar fyrir aftan birtist (í fyrsta
skipti á prenti) gleðileikurinn „Sperðill" sem Snorri er höfundur að (bls. 335-
352); síðan koma ítarlegar skrár af ýmsu tagi - yfir tilvísanir, heimildir, nöfn,
atriðisorð og myndir. Lestina reka drög að niðjatali Snorra prests, „Húsa-
fellsætt", eftir Ara Gíslason, Hjalta Pálsson og Þorstein Þorsteinsson (35 bls).
Þetta yfirlit sýnir að Þórunn byggir sögu sína mest að hefðbundnum hætti
ævisöguritara. Áfangar í lífshlaupi persónunnar skipta köflum: uppvöxtur,
ungdómur og manndómur - ellin rúmast í fjórða meginkafla. Að öðru leyti
eru þessir kaflar æði ólíkir að efnistökum. Þar veldur mestu að heimildir um
höfuðpersónuna sjálfa eru misjafnlega ríkulegar: næsta fátæklegar framan af
en fara síðan vaxandi jafnt og þétt. Þess vegna byggist frásögnin í fyrra hluta
verksins meira á almennum upplýsingum ásamt þjóðsagnaefni en í hinum
síðari. Þeim mun athyglisverðara er að um síðari hluta æviskeiðs Snorra, alla
Húsafellsvistina, er fjallað í tiltölulega stuttu máli. Þetta setur mark á sögu
11 S.st.