Saga - 1990, Page 250
248
RITFREGNIR
Þórunnar, mark sem er ekki vandkvæðalaust fyrir samhengi frásagnarinnar.
Lítum ögn nánar á þetta.
Segja má að ein helsta burðarstoð verksins sé tilraun til að persónugera hið
almenna, heimfæra almenna drætti aldarfars, þjóðhátta og hugmyndaheims
upp á tilteknar persónur, meira eða minna þekktar í íslenskum söguheimi. í
þessum ákveðna skilningi gefur ævisagan um Snorra ÞV m.a. tilefni til að
lýsa þjóðháttum og hugarheimi 18. aldar. Af hinum almennu atriðum tengir
hún allt sem hún framast getur við höfuðpersónu sína. Það er ekki laust við
að manni finnist hún stundum setja of mikið kjöt á beinin - þá beinagrind
sem sjálf höfuðpersónan verður sums staðar í verkinu. Sú hætta er fyrir
hendi að lesandinn bili á köflum í þeirri nauðsynlegu trú að Snorri sé höfuð-
persóna sögunnar.
Til dæmis um þetta má taka undirkaflana „Strokufólk kemur í Aðalvík"
(bls. 156-61) og „Harboe kallar klerka í Vatnsfjörð" (bls. 162-70). Fyrrnefndi
kaflinn er spennandi þáttur í afbrota- og réttarfarssögu 18. aldar, en tengslin
við persónu Snorra felast í því einu að hann er einn af sjö vermönnum sem
vitna um að hafa séð strokufólkið á manntalsþingi. 1 hópi vitnanna er það
ekki Snorri, heldur annar vermaður, ónafngreindur, sem ljær Þórunni efni í
lýsingu á atburðarás (bls. 158-9). Og hið eina sem tengist Snorra áþreifan-
lega í síðarnefnda kaflanum er það sem Þórunn finnur í rannsóknarskýrslu
Ludvigs Harboes um embættisfærslu Snorra (bls. 169). Annað er mest greinar-
gerð fyrir píetismanum, erindrekstri Harboes og tilskipunum sem frá honum
eru runnar.
Fleira vill veikja hinn rauða þráð ævisögunnar í verkinu. Eins og gefur að
skilja setur ÞV á svið fjölmargar aukapersónur sem tengjast meira eða minna
æviferli Snorra. í einstaka köflum vilja þær verða svo fyrirferðarmiklar að
höfuðpersónan fellur nánast alveg í skuggann. Þetta er mjög áberandi í
kaflanum „Með Oddi lögmanni á Öxarárþingi" (bls. 95-104). Kaflinn er
mæta vel gerður og lýsandi en hann snýst nánast eingöngu um lögmanninn
en ekki Snorra. Það er vitað að sá síðarnefndi þjónaði lögmanni einhvern
tíma á þeim átta árum sem liðu milli þess sem hann lauk prófi frá Skálholti og
þar til hann tók prestvígslu; en eins og ÞV segir (bls. 95): „. . . frekari stað-
reyndir um þessi ár búa í þokunni." Hún ályktar að Snorri hljóti að hafa farið
á þing á þessum árum og segir síðan: „ . . . til þess að lýsa reynslu þingreiðar
laumum við honum í fylgdarlið Odds þetta sumar [1734]" (bls. 99). Er hér
ekki teflt á tæpasta vaðið með trúverðugleika frásagnarinnar og samhengið í
ævisögunni?
Ofangreindar athugasemdir vísa til aðferðafræðilegs vanda sem ævisögu-
höfundur þarf einatt að kljást við, þ.e. að sjá til þess að höfuðpersóna sög-
unnar njóti sín svo vel að hún hverfi ekki í skuggann fyrir aukapersónum
eða sviðsetningum af öðru tagi. Jacques Le Goff orðar þetta svo í áðurnefndri
grein: „Unless the individual is kept firmly in the central, dominant place
within a network of relations with his or her milieu and period, such works
cannot really be called biographies".12 Segja má að ÞV hafi með fáeinum
12 Le Goff, tilv. gr.