Saga - 1990, Page 252
250
RITFREGNIR
Ritið ber þess merki að höfundur er einstaklega iðin og fundvís skjalamús
sem hefur yndi af að stökkva milli skjalaflokka af ólíku tagi.
Pað er ekkert áhlaupaverk að kynna sér svo náið umgjörð og athafnir
hversdagslífs á liðinni öld að brúklegt efni fáist í áþreifanlega lýsingu. Snorri
á Húsafelli er mæðusöm viðleitni til þess að efna í slíka lýsingu; þannig má
líta á ritið sem skörulegt svar við þeirri gagnrýni sem Björn Th. Björnsson
beindi á sínum tíma að íslenskum sagnfræðingum; hann kvað þá líta á for-
feðurna „sem líkamslausar verur, einhverskonar skugga, sem svífa fram og
aftur um svið sögunnar. Aldrei er þar að því ýjað hvað þær éti, í hvað þær
klæðist, við hvað þær sofi eða hvar þær hægi sér."15 Það verður ekki annað
sagt um sögupersónu ÞV en að hún líkamnast rækilega í sínum ólíku vídd-
um fyrir sjónum lesandans. Heimildakönnun höfundar stjórnast líka að
verulegu leyti af því að Alltagsgeschichte af þessum toga er mjög kröfuhörð
um þekkingu á hinum smásmugulegustu atriðum.16
Ýmsar hinna óprentuðu heimilda sem Þórunn notfærir sér í þessu skyni
munu hafa legið lítt nýttar hingað til; nefna má t.d. afhendingar- og úttekt-
arbækur Skálholtsstóls frá fyrri helmingi 18. aldar og brytabók stólsins frá
sama tíma. Þessar heimildir hjálpa höfundi m.a. til þess að lýsa mjög áþreif-
anlega skipan og innréttingu húsa í Skálholti sem og viðurværi skólapilta.
Sem vettvangur mannlífs og menntunar fær biskups- og skólasetrið
Skálholt, „ein stærsta kofaþyrping á landinu ..." með risavaxinni timbur-
kirkju (bls. 52), hér verðuga uppreisn í sögulegri minningu. Annað dæmi er
það gagn sem ÞV hefur af gjörðum embættismanna, í bókar- eða bréfaformi;
um þetta vitna margir undirkaflar bókarinnar sem eru mjög vel „dókumen-
teraðir". Ég nefni t.d. kaflana, „Neyddur til að taka við aumasta brauði", og
„í þjónustu prests á Melum" (bls. 117-28), sem fjalla um það hvernig amt-
maður og biskup í sameiningu beita valdi sínu til þess að knýja Snorra til að
taka að sér brauðið í Aðalvík vestra; eða kaflann „Deyfandi og deyðandi
harðindabrauð" (bls. 199-208) sem greinir m.a. frá baksi Snorra við að næla
sér í eitthvert betra brauð en Aðalvík vestra. Enn skal nefna í þessu sam-
bandi undirkaflann „Snorri heggur á krumlu Skálholtsstóls" (bls. 216-21)
sem og allan fimmta meginkafla bókarinnar. Á grundvelli óútgefinna frum-
heimilda sýnist mér Þórunn skila hér mjög góðu verki.
Með því besta í verki Þórunnar er umfjöllun hennar um þá hlið söguper-
sónunnar sem þjóðsögur og sagnir birta. íslenskir sagnfræðingar hafa hing-
að til fengist lítt við þann gilda þátt menningarsögunnar sem þjóðsagnasjóð-
urinn er. Hér vísar Þórunn veg sem ýmsir eiga eflaust eftir að feta á komandi
árum. Hún hefur einstaklega gott næmi fyrir félagslegum bakgrunni þjóð-
sögunnar og nýtir hann á frjóan hátt í þeim tvíþætta tilgangi að varpa ljósi á
alþýðlegan hugmyndaheim og sérstöðu sögupersónunnar í samfélaginu. Ég
nefni hér t.d. túlkun höfundar á sögunni um Hildi, dóttur maddömu Guð-
15 Björn Th. Björnsson, Haustskip. Heimildasaga (Rv. 1975), 129.
16 Sjá P. Borscheid, „Pládoyer fúr eine Geschichte des Alltáglichen". Ehe, Liebe, Tod.
Hrsg. von Peter Borscheid und Hans J. Teuteberg (Studien zur Geschichte des
Alltags). Múnster 1983. s. 1-14.