Saga - 1990, Page 254
252
RITFREGNIR
15; bls. 148, tvgr. nr. 9; bls. 177, tvgr. nr. 19.). Þetta misræmi getur valdið
svolitlum ruglingi.
Framsetning og stíll
Nýstárlegast við þetta rit eru ekki þær aðferðir sem ÞV beitir við þekkingar-
öflun, val og úrvinnslu heimilda í þröngum skilningi, heldur framsetningar-
mátinn, sjálfur frásagnarhátturinn. Áður er fram komið að höfundur hefur
lagt mikinn metnað og rækt við framsetninguna. Hér er stefnt að því að
koma frá sér fullgildri sagnfræði í alþýðlegum búningi, skrifa skemmtilegan
texta sem sé líklegur til að tæla upplýstan almenning til samneytis við sig.
Verðleikar ritsins felast ekki hvað síst í því að þessi ásetningur hefur tekist.
A.m.k. er ekki annað sýnna en margir utan raða fagmanna hafi orðið til þess
að gæða sér á Snorra á Húsafelli en slíkt gerist nú æ sjaldnar um fullburðug
sagnfræðirit.
Textasýnishornið sem birt var í upphafi gefur forsmekk að því hvernig
Þórunn fer að: hún setur persónur og atburði á svið að hætti sagnamanna
allra tíma - menn í átökum við náttúruöflin eða hið yfirnáttúrulega, í sam-
skiptum innbyrðis, blíðum eða stríðum, við hin ýmislegustu tækifæri. Með
hjálp innlifunar eignar höfundur persónunum kenndir, viðhorf og skoðanir
sem gera þær Iifandi, af holdi og blóði. Textinn er lýsandi og einatt ágætlega
skemmtilegur.
Sagnfræðileg kunnátta dugir ekki til að setja saman svona texta; til þess
þarf listrænt næmi, innlifunarhæfni og ímyndunarafl. Þórunn hefur allt
þetta til að bera. Hún er næm á tilbrigði umhverfisins og undirtóna mannlífs-
ins og þó kannski sérstaklega á andstæður þess: hið frumstæða og klúra í
bland við hið háleita og fágaða.
Víssulega hafa ýmsir orðið til þess á undan Þórunni að Iáta ímyndunarafl
og listrænt næmi njóta sín í umfjöllun um sögulegt efni og framsetningu
þess. Má hér til nefna Jón heitinn Helgason ritstjóra20 og þá ekki síður Björn
Th. Björnsson.21 Það má eflaust færa rök að því að eftir þessa höfunda liggi
textar sem taki fram riti Þórunnar að bókmenntalegum gæðum, bæði hvað
varðar byggingarlag og stíl. En sem rithöfundar umgangast þeir líka Klío -
les sögulegar heimildir - af miklu meiri léttúð en Þórunn gerir. Með þessu er
ég ekki að gefa í skyn að Þórunn hefði betur sýnt meira frjálsræði gagnvart
sögugyðjunni í von um að hún næði þar með sterkari listrænum áhrifum.
Þvert á móti álít ég að með því að aga textann við viðteknar kröfur í fræðun-
um hafi höfundi einmitt tekist að skila því sérstæða verki sem Snorri á Húsa-
felli er. Þetta skal nú rökstutt nokkrum orðum.
Ég kann ekki að greina texta Þórunnar að hætti bókmenntamanna en leik-
mannsnefið segir mér að styrkur hans felist að talsvert miklu leyti í því sem
kenna mætti við „nálægð í fjarlægð" eða „fjarlægð í nálægð" (Distanzie-
rung). Með þessu er átt við að jafnframt því sem höfundur gengur persónum
20 Sjá t.d. rit hans Tyrkjaránið (Rv. 1963); Orð skulu standa (Rv. 1971).
21 Sjá einkum áðurnefnt rit hans, Haustskip.