Saga - 1990, Page 255
RITFREGNIR
253
sínum á hönd og setur sig í spor þeirra, gætir hún vissrar fjarlægðar í
umgengni við þær. Þessi fjarlægð ávinnst með því að beita stöðugt hinu
gagnrýna sjónarhorni sagnfræðingsins. Þegar innlifunin er að því komin að
blinda ÞV á önnur sjónarmið en þau sem sögupersónan stendur fyrir í hvert
skipti, þá hvíslar KIío að henni.: „Gættu þín nú að láta ekki Ieiða þig afvega!
Hefurðu skýlausar heimildir fyrir þessu?"
Því sem ég kalla „Distanzierung" nær Þórunn með vissri frásagnartækni
og stílbrögðum. Lítum fyrst á með hvaða hætti hún kallar fram „nálægð",
gerir persónur og atburðarás nákomnar Iesandanum. í fyrsta Iagi gerist þetta
með gegnumgangandi notkun nútíðar í lýsingu á því sem gerðist í fortíð -
presens historicum. I öðru lagi með sviðsetningum sem úir og grúir af eins og
áður er minnst á. í þriðja lagi með því að höfundur kallar stundum sjálfan sig
eða lesendur til vitnis, t.d. á bls. 131: „Við heyrum ekki hvað hann [prófast-
ur] segir við nývígðan kennimann . . . Mér heyrist hann segja frá högum
presta . . .".
En ÞV sér til þess að fortíðin sem hún gerir þannig öðrum þræði nálæga
lesanda heldur sínum framandlegu einkennum, einmitt þeim sem greina
hana frá samtíð lesandans. Fyrst má nefna eitt neikvætt einkenni: höfundur
neitar sér nánast undantekningarlaust um að leggja sögupersónum sínum
orð í munn. Að þessu leyti greinir hún sig t.d. frá þeim tveimur höfundum
sem nefndir voru að ofan, þeim ]óni Helgasyni og Birni Th. Björnssyni. í
annan stað stuðlar málfarið að því að skapa fjarlægð: Iesandinn mætir stöð-
ugt orðum eða orðlagi sem tilheyrir menningargóssi 18. aldar. 1 þriðja lagi er
lesandinn ósjaldan minntur á að skilja beri milli hins raunverulega og hins
sennilega, milli þess sem gerðist í raun og veru og hins sem leiða má líkur að
að hafi gerst (sjá t.d. bls. 52). Svipuðum áhrifum skila spurningar sem
höfundur varpar fyrir sögupersónu sína (t.d. bls. 51-2 og 201) eða þá fyrir
lesandann. Eins og til þess að minna hann á þessi skil býður hún honum
jafnvel upp á að spinna með sér öðruvísi söguþráð (t.d. bls. 111). Loks er að
nefna að víða skýtur Þórunn þátíð eða framtíð inn í lýsinguna sem einkenn-
ist annars mjög, eins og áður segir, af presens historicum.
Þessi blendingur í mál- og tíðanotkun gengur vissulega ekki snurðulaust
fyrir sig. Hætt er við að lesandinn hnjóti sums staðar um orðfærið vegna þess
hve það hneigist til fyrnsku. Ýkt dæmi um þetta eru eftirfarandi málsgreinar
bls. 61:
Snorri þylur bænir undir róðrinum því að tíbrá drauga og uppvakn-
inga er hættuleg geðsmunum manna, og með bænunum burtdrífast
vondir þankar. Ásókn vondra þanka má verjast með yfirbevísingum
um guðsorða sannleika, og með því að umvendast til Guðs af öllu
hjarta.
I þessu sambandi hefði mátt búast við að ÞV gripi oftar en raun ber vitni til
beinna tilvitnana, þessa gamalkunna ráðs sögumanns til þess að koma til
skila sérkennilegum andblæ hins liðna - þess „anderledeshed", eins og
danskurinn segir.
Orðfæri Þórunnar er ferskt og litríkt en textinn er ekkert léttlestrarefni;
hann er heldur ekki alls kostar laus við klúðurslegt orðalag. Dæmi um þetta