Saga - 1990, Blaðsíða 259
RITFREGNIR
257
reyndar er listinn yfir erlendar heimildir ekki tæmandi). Eins eru tilvísanir
næsta handahófskenndar og í engu samræmi við heimildaskrána. Þannig
kemur tilvísun í „Skjöl verslunarráðsins" (79) að litlu gagni þar sem Iesand-
inn hefur Iitla hugmynd um hvaða skrifstofa þetta er, eða þá hvar skjöl þess
er að finna - og þó svo hann vissi það, þá vantar algerlega undir hvaða núm-
erum tilvísuðum skjölum er raðað. Á sama hátt er aldrei vísað til blaðsíðna í
tilvísunum í prentuð rit og er það frekar hvimleitt ef leita þarf í bókum upp
á hundruð blaðsíðna. Þar af leiðandi getur lesandinn ekki annað en treyst
því að Elín fari rétt með og þá hafa tilvísanir frekar lítinn tilgang lengur. Ein-
faldasta lausnin á heimildakerfi í riti sem þessu hefði verið að sleppa alger-
lega neðanmálsgreinum, en birta í bókarlok ítarlega skrá yfir helstu heim-
ildarit sem fjalla um viðfangsefnið. Vel fer á í slíkum skrám að gefa stutta
umsögn um hvert rit, eða flokka skrána að einhverju leyti eftir innihaldi
þeirra. Á þann hátt nýtist heimildaskráin áhuga- og fræðimönnum til frekari
rannsókna.
Ritdómur sem þessi er víst lítils virði nema tínd séu til smáatriði sem rangt
er farið með, þó svo þau skipti svo sem litlu máli um heildarsvip verksins.
Oft þykir mér, sem sérstökum áhugamanni um sögu Bretagneskaga, að
ónákvæmni gæti í umfjöllun Elínar um heimabyggðir bretónsku sjómann-
anna. Þar má nefna þá fullyrðingu að Paimpol hafi verið „eins konar höfuð-
borg með 6 bæjum og 50 sóknum í kring" (194). Paimpol var myndarlegur
bær (með um 2300 íbúum árið 1901), en því fór fjarri að áhrifa hans gætti að
marki í 50 sóknum. Svipað ofmat kemur fram í umsögn hennar um heildar-
áhrif íslandsveiðanna á svæðið í kringum Paimpol. Segir hún héraðið (sem
hún skilgreinir ekki nánar) hafa verið sárafátækt og algerlega háð fiskveiðum
við ísiandsstrendur (258). Vissulega var fátækt mikil í nágrenni Paimpol eins
og annars staðar á Bretagneskaga, en bærinn var þó staðsettur í einu frjó-
samasta og þéttbýlasta landbúnaðarhéraði Frakklands, „gullna beltinu"
svokallaða (la ceinture dorée). Eins verður því ekki neitað að íslandsveiðarnar
voru mjög mikilvægar fyrir Paimpol, en þær höfðu þó enga úrslitaþýðingu út
fyrir næsta nágrenni bæjarins - enda bjuggu yfir 600 þúsund manns í Cotes-
du-Nord sýslu einni. Atvinnulíf alls Bretagneskaga stóð og féll með landbún-
aðinum, og var norðurströnd skagans þar engin undantekning. Varla stenst
heldur að bretónska hafi verið móðurmál flestra bretónskra íslandssjómanna
(118), þó svo að erfitt sé að meta slíkt með vissu. Stór hluti sjómannanna kom
frá svæði þar sem bretónska var alls ekki töluð (Binic og Saint-Brieuc til-
heyrðu t.d. bæði frönskumælandi hluta Bretagneskaga), auk þess sem bret-
ónska var fyrst og fremst töluð í sveitunum. Hins vegar er það rétt að mál-
lýska frönskumælandi Bretóna (er nefnist gallo) hefur hljómað einkennilega í
eyrum ókunnugra, og hafa Islendingar sem skildu frönsku sjálfsagt talið
hana vera bretónsku (í framhaldi af því vil ég benda á að Tonton, viðurnefni
/.síðasta íslandsfarans" í Paimpol (212), er hreint engin bretónska, heldur
hreinræktuð franska). Bæjaheiti skolast líka stundum til í meðförum Elínar:
Loguivy og Bréhat verða Longuvy og Brehart (249), bærinn Tréguier breytist
> þorpið Tregor (254). Héraðið í kringum hið forna biskupssetur, Tréguier,
heitir reyndar Tregor og kann það að hafa valdið misskilningi, og Guingamp
17 - SAGA