Saga - 1990, Síða 261
RITFREGNIR
259
þær að sagt er í hvaða hverfi gatan er og hve margir íbúar bjuggu við götuna
1. desember 1985. Mjög víða er skýrður uppruni götuheita og er það býsna
fróðlegt. Auk þess er fjallað rækilega um allar jarðir í núverandi landi
Reykjavíkur og margt annað, s.s. Reykjavíkurhöfn, „Fegursta skipalægi
heims" (IV., 81) eða Reykjavíkurflugvöll þar sem gefið er stutt yfirlit yfir
flugsögu landsins. Millivísanir eru fjölmargar og eru þær til verulegrar hjálp-
ar þegar á að fá sem heillegasta mynd af tiltekinni götu, húsi eða öðrum
sögustöðum. Stutt staðfræðilýsing er á hverjuborgarhverfi. Ég hefði kosið að
fá meira um þróun borgarhverfanna í líkingu við innskotsgrein eftir Pétur
Gunnarsson:
Skúli fógeti safnaði saman flökkulýð og brotafólki og breytti í iðn-
verkafólk við Innréttingarnar . . . Þegar Innréttingarnar voru komn-
ar á hausinn stóðu húsin eftir og fólkið. Utan um þennan kjarna hafði
bærinn hlaðist. Fróðir menn kunnu að lesa atvinnusöguna út úr
bæjarhlutum. Gátu bent á hvar skútuöldin kom inn í dæmið og hús-
aði upp Vesturgötuna. Sáu togarana ösla upp Stýrimannastíg og
leggja öldugötur á báðar hendur. Kunnu að benda á handverk
Heimsstyrjaldarinnar sem með annarri hendi hafði lagt borgir í rúst
úti í Evrópu, en með hinni tekið tappann úr íslenskum uppsveitum
og hrúgað upp heilu hverfunum í Reykjavík. Melarnir, Hlíðarnar,
Túnin og Teigarnir. Heimarnir aftur á móti glitruðu í síldarhreistri og
Hraunbærinn. Síldin var byrjuð að fitja upp á Breiðholtinu þegar
Astik-tækin sögðu abb-bú. (III., 90).
Á nær hverri blaðsíðu eru innskotsgreinar á borð við þessa sem tengjast efn-
inu. Þar eru mörg gullkornin sem varpa ljósi á liðna tíð og fanga lesendur
sem að öðru jöfnu lesa ekki uppflettibækur spjaldanna á milli.
Annáll eða lykill?
Fjórða bindið er talsvert frábrugðið hinum fyrri. Uppistaðan er annáll
Reykjavíkur í tvöhundruð ár, 1786-1986. Stuttlega er sagt frá því helsta sem
gerðist hvert ár. Sagt er frá aftakaveðrum, sem mjög oft verða í febrúar, fram-
kvæmdum í Reykjavík og ákvörðunum bæjar- og borgarráðs, stofnun ríkis-
stjórna, flokka, fyrirtækja og fjölmörgu öðru. Einnig er skotið inn þáttum
sem tengjast staðfræði Reykjavíkur, s.s. hvar varir og vatnsból voru staðsett
og þeir felldir inn í textann á viðeigandi stöðum. Frá öllu slíku er snyrtilega
gengið með skýrum yfirlitskortum. Fjórða bindið er einnig nefnt lykilbók og
vísar það til þess að það sé lykill að fyrri bókum. Einnig er miklum fróðleik
baett við. Þótt annálar séu eitt elsta form sagnaritunar og hið frumstæðasta
þá má fá úr þeim mikinn fróðleik. Eins og nærri má geta eru þetta oft beinar
upptalningar á staðreyndum og svigrúm til stílbragða því oft lítið. Inn á milli
eru þó góðir sprettir, sérstaklega eru margar rammagreinarnar góðar. Á móti
koma svo frábærar ljósmyndir og kort sem hafa mikið sögulegt gildi. Hlið við
hlið eru ljósmyndir, flestar teknar frá svipuðu sjónarhorni úr lofti, sem sýna
gamlan og nýjan tíma. Úr þeim samanburði má oft lesa mikla sögu. Hinar
eldri eru svart-hvítar en þær nýrri í lit. Mjög víða sést hvernig borgarlandið