Saga - 1990, Side 262
260
RITFREGNIR
hefur verið stækkað með uppfyllingum, t.d. við Örfirisey, Sundahöfn, Gufu-
nes og víðar.
í fjórða bindinu er sérstakur þáttur um húsaskraut í höfuðborginni (bls.
145-57). Þar eru ljósmyndir eftir Skarphéðin Haraldsson kennara frá árun-
um 1962-65. Þær eru listilega vel teknar, skarpar, skýrar og draga vel fram
sérkenni húsanna. Leifur Blumenstein byggingarfræðingur valdi myndirn-
ar, sem eru varðveittar í Arbæjarsafni, og samdi stuttar og hnitmiðaðar
skýringar. Þessi þáttur er sjálfstæður en bætir við þekkingu okkar um tiltekin
hús. Hér er reyndar komið sýnishorn af verki sem enn er óunnið, en það er
saga húsagerðarlistar á 19. og 20. öld. Ef unnt er að gefa út sérstaka bók um
legsteina í Hólavallakirkjugarði ætti að vera grundvöllur fyrir annarri um
arkitektúr á íslandi. í raun er þessi húsaskreytingarþáttur það nýstárlegasta
í þessari bók, því nær öll önnur efnistök eru með þekktu sniði.
í öllum bindunum er farið Iangt út fyrir þrönga borgarsögu og teknir með
fjölmargir þættir sem tengjast almennri sögu landsins og eykur það gildi
verksins. Ef við þurfum t.d. að slá því upp hvenær Þjóðskjalasafnið, Bruna-
bótafélagið eða Sjónvarpið var stofnað, þá er bara að fara í atriðisorðaskrána
og fietta upp á réttum stað.
Myndir, kort og málverk
Örlygur Hálfdanarson hefur með góðri myndaritstjórn komið sögu Reykja-
víkur nær alþýðu landsins og ekkert til sparað. Ljósmyndir, kort, málverk og
teikningar gera þessa bók einstaka í sinni röð, hreint augnayndi. Sumar
myndanna hafa mér vitanlega ekki birst áður og nokkrar eru úr erlendum
Ijósmyndasöfnum. Reyndar hygg ég að miklu meira mætti gera af því að
safna íslenskum ljósmyndum erlendis. í þessum bókum eru ekki aðeins
fyrsta flokks yfirlitsmyndir, heldur einnig sögulegar myndir. Þegar t.d. er
fjallað um Stjórnarráðshúsið eru sýndar myndir frá lýsingu fullveldis íslend-
inga 1. desember 1918 og samkomu við húsið 18. júní 1944 í tilefni stofnunar
lýðveldisins. Höfundar hafa grafið upp fjölmörg Iíkön af fyrstu byggð í
Reykjavík og birta litmyndir af þeim. Þau varpa nýju ljósi á teikningar og
kort sem til eru af Reykjavík fyrir daga ljósmyndanna.
Það er til fyrirmyndar hvernig gengið er frá ljósmyndum. Við hverja mynd
er getið ljósmyndara. Fremst í hverri bók eru talin þau söfn sem lánað hafa
ljósmyndir og tilgreindar blaðsíður myndanna í megintexta. Fremst er einn-
ig listi yfir ljósmyndara. Þetta hjálpar þeim sem á eftir koma og vilja fá lánað-
ar sömu myndir eða fá hugmyndir um leit í þessum sömu ljósmyndasöfn-
um. Ég hefði þó kosið að við hverja mynd hefði verið vísað til safnsins sem
varðveitir myndina, auk ljósmyndara. Þannig hefði t.d. verið vísað til Þjóð-
skjalasafns (III., 164 og 165) þegar sýndar eru teikningar sem varðveittar eru
í Þjóðskjalasafninu, en ekki í fyrstu til ljósmyndarans sem tók mynd af þess-
um teikningum.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur verið ötul á síðustu árum við að gefa út
ferðabækur með merkilegum teikningum og málverkum. Margt af því birtist
í þessum bókum. Einnig eru fjölmargar málaðar Reykjavíkurmyndir eftir
þekkta listamenn.