Saga - 1990, Page 263
RITFREGNIR
261
Kort eru mörg og oftast skýr. Þar má nefna kort yfir lögbýli árið 1703 innan
núverandi marka Reykjavíkur (II., 6). Hinn 12. febrúar 1787 voru lóðarmörk
Reykjavíkur ákveðin:
að vestan Grjótabrekka frá Ullarstofutúni allt til sjávar; að sunnan var
miðað við norðurenda Tjarnarinnar; að austan var Lækurinn á merkj-
um frá Tjörn til sjávar. Að auki var spilda af landi Arnarhóls, norðan
og norðaustan við Arnarhólstraðir, lögð til kaupstaðarins, einnig
Orfirisey. (IV.,12).
Það hefði verið fróðlegt að sjá annað kort sem sýndi stækkun Reykjavíkur í
200 ár, hvernig borgin hefur smám saman verið að leggja undir sig fleiri
jarðir, m.a. í nágrannasveitarfélögunum. Inn í það hefði mátt flétta hinu
margfræga hreyfiafli sögunnar, frásögn af landbúnaðarstefnu eldri bæjar-
stjórna sem keyptu bithaga fyrir skepnur bæjarbúa, af sjávarútvegi og núver-
andi þörf fyrir byggingarlóðir. Sum Reykjavíkurkortin, en þau eru flest í IV.
bindi, hafa ekki birst í kortasögu íslands.
Örnefni
í IV. bindi er fróðlegur þáttur um örnefna- og hverfaheiti (bls. 162-99) eftir
Guðlaug R. Guðmundsson, gamalreyndan örnefnasafnara. Fyrst eru örnefn-
in í stafrófsröð og síðan eru þau sett inn á 35 loftmyndir á jafn mörgum blað-
síðum. Frágangur er fallegur og skýr. Mér finnst það orka verulega tvímælis
að nota nýjar Ioftmyndir þegar á að sýna örnefni sem komin eru undir byggð
eða landið hefur breyst. Svo tekið sé dæmi sem allir þekkja; Hverjum finnst
gaman að sjá mynd af uppfyllingu þar sem áður stóð Kolbeinshaus? Hér
verður líklega ekki bæði sleppt og haldið. Fólk á sennilega auðveldara með
að átta sig á staðháttum eftir nýjum loftmyndum og með þeim má fá sam-
ræmdan blæ á síðumar, en um leið missum við oft hin náttúrlegu tengsl við
örnefnin. Ég bar saman örnefnaskrá Baldurs Hafstaðs af Engey sem birtist í
Landnámi Ingólfs III (1986, 79) og örnefnakortið í Reykjavík. Sögustaður við Sund
(bls. 164) og þá kom í ljós að Guðlaugur hefur tekið flest örnefnin með en
sleppt nokkrum minni háttar.
Örnefnaþátturinn gæti verið til umhugsunar fyrir forstöðumann Örnefna-
stofnunar. Þar á bæ hafa örnefni ekki verið kynnt almenningi með þessum
hætti, enda eðlilegt að söfnun og varðveisla sitji í fyrirrúmi. Væri hugsanlegt
að stofnunin seldi sveitarfélögum þjónustu sína og væri þeim til ráðuneytis
sem hyggja á söfnun og útgáfu örnefna? Þetta á ekki síst við um þéttbýlis-
staði þar sem jarðir eru óðum að fara undir byggð. Slík örnefnakort gætu ver-
ið skipulagsyfirvöldum til leiðbeiningar um val á götuheitum og mætti
hengja upp í skólum og víðar almenningi til fróðleiks. Örnefni eru tilvalið
námsefni í átthagafræði. Um leið og safnað væri menningarverðmætum
þjóðarinnar væri fjárhagur Örnefnastofnunar styrktur.
Mnrgir höfundar
Auk tveggja aðalhöfunda og eins ljósmyndaritstjóra hafa eftirtaldir lagt til
efni: Lýður Björnsson skrifaði m.a. um Innréttingarnar; Guðlaugur R.
Guðmundsson samdi örnefnaskrá hinna gömlu lögbýla í núverandi borgar-