Saga - 1990, Blaðsíða 265
RITFREGNIR
263
skrá, staðarnafnaskrár, atriðisorðaskrá og heimildaskrá. Mannanafnaskráin
er sérstaklega vönduð. Sögð eru deili á hverjum manni, aðsetur, starf og
dánarár eftir atvikum. Sagnfræðingar gætu tekið þessa nafnaskrá sér til fyrir-
myndar. Reyndar má finna fjölmörg sagnfræðiverk sem hafa ekki atriðis-
orðaskrár!
í inngangi að fyrsta bindi ræddi ritstjórinn, Einar S. Arnalds, um að Reykja-
vík. Sögustaður við Suud væri upphaf að nýjum bókaflokki um kaupstaði og
kauptún á íslandi. Það væri óskandi að framhald yrði á þessari útgáfu og við
ættum eftir að sjá fleiri uppflettirit af þessu tagi.
Að ýmsu hefur verið fundið við þessar bækur og hefði mátt tína til fjöl-
margt fleira smálegt. Það er í raun léttvægt miðað við þá miklu vinnu sem
hefur verið lögð í vandað verk. Hitt vegur þyngra að með þessum bókum er
miklum fróðleik miðlað á aðgengilegan hátt til almennings sem um leið opn-
ar fyrir frekari lestur á sögu landsins. Sagnfræðingar geta haft gagn af upp-
flettiritinu Reykjavík. Sögustaður við Sund og kennarar geta hæglega vísað
nemendum á litríka fróðleiksnámu.
Magnús Guðmundsson
Bjarni Guðmarsson: BYGGÐIN UNDIR BORGINNI.
SAGA SKAGASTRANDAR OG HÖFÐAHREPPS. Útgef-
andi Höfðahreppur. Prentverk Odds Björnssonar hf.
Akureyri 1989. Skrár, myndir.
f upphafi síðastliðins árs, eða nánar tiltekið 1. janúar 1989, var liðin hálf öld
frá gildistöku laga um skiptingu Vindhælishrepps hins forna. Þessi nyrsti
hreppur Húnavatnssýslu, sem náði innan frá Laxá í Refasveit og allt út á
norðurströnd Skagans, þ.e. yfir alla Skagaströnd í víðustu merkingu, hafði
jafnan þótt nokkuð mikill að víðáttu, einkum að lengd. Þessu fylgdu m.a.
þeir erfiðleikar að íbúar syðsta og nyrsta hluta hreppsins áttu langa og erfiða
leið til sameiginlegs þingstaðar, sem var lengst af á Vindhæli en loks í
kauptúninu á Skagaströnd. Af þessum og fleiri ástæðum höfðu stundum
komið fram hugmyndir um að skipta Vindhælishreppi í tvö sveitarfélög. Slík
tillaga var t.d. sett fram árið 1917, en þá hafði auk Skagastrandarkauptúns
myndast dálítið útgerðarþorp á Kálfshamarsnesi og verslunarstaður meira
að segja verið löggiltur þar. Mun tillögumönnum því hafa virst ný og betri
skilyrði hafa skapast fyrir tvö lífvænleg sveitarfélög en nokkru sinni áður,
þar eð hvort um sig gæti haft eigin verslunar- og útgerðarstað.
Málið virðist hafa fengið lítinn byr, og ekki leið á löngu uns halla tók und-
an fæti fyrir þorpinu á Kálfshamarsnesi jafnframt því sem talsverður upp-
gangur varð á Skagaströnd. Aukin umsvif og fólksfjölgun þar höfðu svo í för
með sér sívaxandi togstreitu og hagsmunaárekstra milli þorpsbúa og sveitar-
bænda í hreppnum. Það voru því þess háttar vandamál en ekki samgöngu-