Saga - 1990, Page 268
266
RITFREGNIR
Kannski er hér um prentvillu að ræða, því að þetta var um 1930. Samkvæmt
Bifreiðaskrá sýslumannsembættisins í Húnavatnssýslu, sem geymd er í
Þjóðskjalasafni, hefur umræddur bíll verið skráður 8. ágúst 1929, og þar seg-
ir einnig að hann hafi verið seldur til Reykjavíkur árið 1933. í frásögn af smá-
verslunum á Skagaströnd segir á bls. 234: „Á árunum eftir stríð rak Sigurður
Jónsson hreppsstjóri einnig bóka- og matvöruverslun á Hólanesi." Ekki kem-
ur skýrt fram hvort hér er átt við fyrra eða síðara stríð, en Sigurður hóf versl-
un sína upp úr 1920. Á bls. 80 er Jakob Jens Jóhannsson á Spákonufelli (d.
1935) aðeins kallaður síðara nafni sínu í stað þess fyrra, sem hann notaði
fyrst og fremst sjálfur og hann var almennt þekktur undir. Loks má geta þess
að þegar Stiesen kaupmaður á Skagaströnd (1788-1803) er skrifaður fullu
nafni í heimildum er hann yfirleitt kallaður skírnarnafninu Severin en örsjald-
an Sören. Síðargreinda nafnið hefur hins vegar orðið ofan á í bókinni, þótt
hinu bregði þar einnig fyrir (bls. 95). Ekki er að vísu óeðlilegt að þessum
tveimur nöfnum hafi verið ruglað saman svo lík sem þau eru, en flest bendir
semsé til þess að nafnið Severin sé það rétta.
Þeirri algengu íslensku venju er oftast fylgt í bókinni að beygja alls ekki
nöfn erlendra manna og setja ekki einu sinni eignarfall á þau, jafnvel hvorki
á skírnarnöfn þeirra né ættarnöfn. Þótt stundum sé að vísu erfitt og kannski
ógerlegt að beygja erlend nöfn, svo sem skírnarnöfnin Hans og Jens og ætt-
arnöfnin Busch og Höwisch, getur það í sumum tilvikum orðið allt að því
ankannalegt og meira að segja valdið misskilningi að setja t.d. ekki eignarfall
á þau þar sem því verður þó komið við. Sem dæmi um þetta má t.d. nefna
fyrirsögnina „Verslun Gísla Símonarsonar og Jakobsen" (bls. 81). Ekki verð-
ur séð af henni hvort átt er við félaga eða keppinauta, en öll tvímæli væru
tekin af um þetta með fyrirsögninni Verslun Gísla Símonarsonar og Jakob-
sens eða Sörens Jakobsens, eins og sá síðarnefndi hét fullu nafni.
Að öðru leyti skal ekki fjallað hér um málfræðileg atriði, þótt eitthvað fleira
væri að vísu hægt að tína til í því efni sem betur mætti fara. Almennt verður
þó ekki annað sagt en öll framsetning sé skýr og skilmerkileg og málfar létt
og lipurt. Prentvillur eru fáar og engar mjög meinlegar, og minnt skal á það
að þess konar villur geta ekki nema að hluta til skrifast á reikning höfundar
og prófarkalesara, því að setjarar og prentarar eiga þar engu síður hlut að
máli.
Á heildina litið er bókin gott og vandað verk, er hefur ekki aðeins gildi sem
saga Skagastrandar og Höfðahrepps, heldur er hér einnig um að ræða mikil-
vægt framlag til sögu lands og þjóðar, eins og byggðarsögurit eru óneitan-
Iega alltaf þegar vel er að þeim staðið. En hér hafa höfundur, ritnefnd og aðr-
ir hlutaðeigendur greinilega lagst á eitt til þess að ritið yrði sem best úr garði
gert.
Sigfús Haukur Andrésson